Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 39

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 39
39 N Ý S K Ö P U N A RT O G A R A R N I R Elliði SI (1962) og einn sökk undan loðnufarmi - Bylgjan RE (1974), sem upphaflega hét Jón Þorláksson RE. Þá fórst eitt skip, en þar var um að ræða fyrrum Patreksfjarðartogarann Ólaf Jó- hannesson BA, sem sökk við Suð- ur-Ameríku árið 1993. Ekki verið sómi sýndur „Ég hef lengi haft áhuga á ný- sköpunartogurunum og þess vegna fór ég út í að safna mynd- um af þeim. Vissulega var tölu- vert mikil vinna að ná þessu sam- an, en það var þess virði,“ segir Kjartan Traustason á Húsavík, sem lengi var til sjós á Sigurði VE í Vestmannaeyjum, en er nú starf- andi í landi á Húsavík, en hann býr yfir safni ljósmynda af öllum nýsköpunartogurunum. „Mér hef- ur oft fundist sem skipum frá þessum tíma hafi ekki verið sýnd- ur sá sómi sem þeim ber,“ sagði Kjartan, en hann hefur unnið að þessari söfnun með Hafliða Ósk- arssyni á Húsavík. „Hafliði hefur grúskað öllu meira í þessu en ég, en í samein- ingu höfum við náð saman ýms- um upplýsingum um skipin, t.d. hverjir voru í fyrstu áhöfnum skipanna, hvar þau voru smíðuð og hvaða nöfn þeim var gefið í upphafi o.s.frv. Fyrstu myndirnar sem ég eignaðist komu frá föður mínum, en þær voru teknar um borð í Kaldbaki EA á Akureyri á sjötta áratugnum,“ segir Kjartan, en greininni fylgja nokkrar af þeim myndum sem er að finna í myndasafninu hans. Ómetanlegar myndir í skókössum „Við Kjartan erum sammála um að nýsköpunartogurunum hefur ekki verið sá sómi sýndur sem þeim ber. Við vorum því ákveðnir í að reyna að gera bragarbót á því og hófum að afla okkur upplýs- inga um togarana. Við höfum hringt í fjölda fólks og fengið gríðarlega miklar upplýsingar. Einnig höfum við fengið margar myndir til þess að skanna og varðveita á stafrænu formi. Það hefur komið í ljós að ómetanlegar myndir eru oft geymdar í t.d. gömlum skókössum uppi á háa- loftum víða um land. Við vitum að það er til miklu meira af myndum og því vildum við gjarnan fá að koma þeim skila- boðum til fólks að okkur þætti vænt um, ef hægt væri, að fá myndir til þess að taka eftir þeim og við ábyrgjumst síðan að þær verði jafnskjótt sendar til eig- enda. Við höfum komist að raun um gríðarlega að margir hafa miklar taugar til þessara skipa, en hins vegar heyrist miklu oftar talað frekar neikvætt um þau. Og ég þekki það frá æsku minni á Húsa- vík, sem ekki var togarabær á Akurey RE-95 sést hér koma til Reykjavíkur fulllestuð saltfiski af Grænlandsmiðum. Skipið var fyrsti svokallaði nýsköpunartogarinn sem haldið var til veiða við V- Grænland. Akureyjan var eitt af svokölluðum Beverley-skipum. Skipið var á sínum tíma selt til Akraness en hélt sama nafni áfram. Um miðjan sjöunda áratuginn var skipið loks selt til Noregs, þar sem því var vel við haldið alla tíð, meðal annars var byggt yfir það. Frá Noregi mun togarinn hafa verið seldur til Nýfundnalands og var þar gerður út sem rannsóknarskip. Í dag er skipið hins vegar í eigu Kanadamanna og orðið að þriggja mastra skútu sem gerð er fyrir u.þ.b 90 farþega (sjá innfellda mynd). Gamla skrokklaginu er haldið óbreyttu. Skipið er 58 ára um þessar mundir. Glæsilegt fley. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.