Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 41

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 41
þeim tíma, að mórallinn var á þá lund að togarafiskur væri vart mannamatur. Oft var einnig talað um að það væru tómar fyllibyttur á þessum skipum, í heimabæjum togaranna, en þessu sama fólki fannst t.d. alveg sjálfsagt þegar það mætti til vinnu í frystihúsun- um að morgni annars janúar, að loknu góðu jólaleyfi, að það lægju helst ein 250 tonn af hráefni á gólfinu. Fólk velti því ekki mikið fyrir sér að allt þetta hráefni kom auðvitað af þessum sömu nýsköp- unartogurum, frá „fyllibyttunum“ sem fórnuðu jólunum fyrir þetta. Við eigum að láta af þessu sem ég vil kalla einu orði, niðurlægingu, um þessi skip og það fólk sem á þeim starfaði,“ segir Hafliði. Lögðu grunninn að hagsældinni Skipstjórnarmenn sem voru um borð í nýsköpunartogurunum tala almennt vel um vistina um borð í þeim. Auðvitað gat þetta verið botnlaus vinna, en sjómennirnir sem voru um borð í togurunum segja þessi ár vera þau eftirminni- legustu til sjós. „Ég vil segja að þessir togarar lögðu grunninn að þeirri efnahagslegu hagsæld sem við búum við í dag. Það var reyndar talað um að tap hafi verið af rekstri þeirra, en það er eins og það er. Maður ólst líka upp við þann söng að endalaust tap væri á frystihúsunum. Engu að síður voru þau rekin áfram og stjórn- völd felldu gengið með reglulegu millibili til þess að halda þessu öllu gangandi.“ Hafsjór af fróðleik Hafliði segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á skipum - „allt frá því ég sá skip fyrsta sinni“, eins og hann orðar það. „Ég man eftir því að hafa farið sem krakki niður á höfn og um borð í einhver skip og sett krónu eða fimmeyring á vísan stað fram á stefni, nánar til- tekið við hnýfilinn. Fór síðan um borð næst þegar skipið kom til Húsavíkur jafnvel eftir margar vikur eða mánuði og athugaði hvort peningurinn væri ennþá á sama stað. Ég man ennþá lyktina um borð í sumum millilanda- skipunum,“ segir Hafliði, sem síðar fór sjálfur til sjós sautján ára gamall 1977 og var meira og minna á sjó til ársins 1997 þegar hann ákvað að láta staðar numið vegna áverka í baki sem hann hafði hlotið í alvarlegu bílslysi fimm árum áður. Það fer ekkert á milli mála að Hafliði er hafsjór af fróðleik um íslenska skipasögu, ekki síst ný- sköpunartogarana, sem hann segir að hægt væri að segja margt um. „Það er til dæmis ekkert um það í þessari upptalningu hver var mestur munur á fyrstu 32 skip- unum og „Stefaníuskipunum“ en þar er af nógu að taka, sem bíður betri tíma. Það má tína til ýmsar upplýsingar um aukna stærð skipanna, lunningar, bátadavíður, mjölvinnslu, kælingu í lest, frystitæki ofl. Sú vitneskja er í öllu falli til ennþá. og verður vel varðveitt.“ Hafliði tekur undir að nauðsynlegt sé að koma upp veg- legri sýningu um þennan þátt í togaraútgerðarsögu Íslendinga. Það væri vissulega verðugt verk- efni. 41 N Ý S K Ö P U N A RT O G A R A R N I R Sími 5 250 250 brimrun.is furuno.is Í skipinu eru eftirtalin tæki frá Brimrún/Furuno: Furuno CI-68 straummælir Furuno T-2000 sjávarhitamælir Telchart Siglinga- og fiskveiðitölva Furuno CSH-82 hringsónar Furuno FCV-10 dýptarmælir Engey RE 1 Furuno FAR-2x37 S-band ratsjá Furuno GP-1650 GPS-staðsetningartæki Furuno FR-2110 X-band ratsjá Furuno FAX-30 veðurkortamóttakari Furuno Navpilot-500 sjálfstýring Furuno SC-110 GPS-áttaviti aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.