Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Okkur Íslendingum er mikilvægt að varð- veita okkar sögu og sem betur fer virðist skilningur á því fara almennt vaxandi. Á und- anförnum árum hafa frábær söfn verið sett á stofn um allt land og í ljós kemur, eins og vænta mátti, að þau hafa gríðarlega mikið að- dráttarafl á fólk, jafnt Íslendinga sem útlend- inga. Þrjú dæmi um einstaklega vel heppnuð söfn hér á landi má nefna nýtt og betra Þjóð- minjasafn Íslands, sem er auðvitað hornsteinn okkar safnasamfélags, Vesturfarasetrið á Hofs- ósi og Síldarminjasafnið á Siglufirði. Nefna mætti ótal mörg önnur söfn sem eru til mik- ils sóma. Sem betur fer hafa sjóminjar varðveist um allt land og sumum þessara minja hefur verið vel fyrir komið á söfnum. Í þessum efnum mætti þó gera miklu betur, því auðvitað er það svo að fiskveiði- og siglingaþjóðin Íslend- ingar á sér mjög ríkulega sögu, eins og gerð hefur verið ítarlega grein fyrir í frábærum bókum t.d. Lúðvíks Kristjánssonar, Jóns Þ. Þórs o.fl. Áðurnefnt síldarminjasafn á Sigló er gott dæmi um safn þar sem síldarsagan birt- ist gestum ljóslifandi á síldarplaninu, inni í bræðsluhúsinu og bátahúsinu. Allt er þetta svo raunverulegt og því auðveldara en ella að setja sig inn í tíðarandann. Saltfiskinum eru líka gerð frábær skil í Saltfisksetri Grindvík- inga, sem sannarlega er frábært framtak og nú síðast komu Reykvíkingar upp sjóminjasafni. En það fer almennt heldur lítið fyrir bátaminjum á Íslandi. Þótt skömm sé frá að segja hafa varðveist ótrúlega fáir trébátar frá liðinni tíð. Þegar þeir höfðu lokið hlutverki sínu urðu þeir oftar en ekki eldi að bráð, gjarnan um áramótin. Eikarbátarnir hafa týnt tölunni og með þeim hefur farið stór kafli at- vinnusögu landsmanna - ekki bara fiskveið- arnar heldur einnig sá hluti sögunnar er snýr að blómlegri skipasmíði. Í þessu tölublaði Ægis er m.a. fjallað um þá baráttu sem eigendur Húna II, stærsta eik- arskips sem er smíðað hér á landi og er ennþá á floti, hafa háð. Hefði elja þeirra og dugnað- ur ekki komið til heyrði Húni II vafalaust sögunni til, sem hefði einfaldlega verið menningarsögulegt slys. En það kemur glögglega fram í viðtali við eigandann hér í blaðinu að hann kom alltaf að lokuðum dyr- um ef hann leitaði eftir stuðningi við endur- gerð bátsins og varðveislu hans eða niðurfell- ingu gjalda hjá ríkinu. Í ráðuneytunum og raunar miklu víðar hafa menn ekki haft skiln- ing á því að bátar eru hluti af okkar sögu og menningu. Í erlendum borgum má víða sjá báta í höfn- um sem hafa verið gerðir upp og eru söfn um liðna tíð. Og oftar en ekki hafa verið settir upp veitingastaðir og kaffihús um borð í bát- unum. Þetta mætti gera hér á landi líka. Ef ekki á Íslandi, þá hvar? Framtak eigenda Húna II er til fyrirmyndar. Við þurfum að hlúa að sögunni á allan hátt, rétt eins og tveir mætir Húsvíkingar, sem rætt er við í þessu blaði, eru að gera varðandi nýsköpunartogar- ana. Þeim fannst einfaldlega að sögu nýsköp- unartogaranna hafi ekki verið sá sómi sýndur sem þeim ber og því tóku þeir sig til og söfn- uðu myndum af öllum togurunum og hafa verið að safna ýmsar fróðlegum upplýsingum um þá. Ægir fékk góðfúslegt leyfi þeirra til að birta lítið brot þessara upplýsinga. Þetta fram- tak Húsvíkinganna er frábært og full ástæða til þess að þakka þeim sérstaklega fyrir. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Furðuleg yfirlýsing Frjálslyndi flokkurinn og talsmenn hans tala gjarnan um fiskveiðistjórnun í Fær- eyjum. Þannig fullyrti Margrét Sverris- dóttir að í Færeyjum væru fiskveiðar og atvinnulíf „með þeim brag sem við Ís- lendingar þekktum svo vel áður.“ Þetta er í meira lagi furðuleg yfirlýsing. Talsmenn Frjálslynda flokksins boða ekki bjarta framtíðarsýn í íslenskum sjávarútvegi, heldur þrá eftir heldur vafasamri fortíð. Í samanburði við fyrir- tæki fortíðarinnar í íslenskum sjávarút- vegi eru sjávarútvegsfyrirtæki dagsins í dag glæsileg og vel rekin þrátt fyrir það skilningsleysi sem þau mæta oft hjá hinu opinbera og ýmsum þrýstihópum, og þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar þessa skorts á skilningi. (Úr pistli á www.200milur.is) Ræfilslegur þorskstofn Ræfilsleg staða þorskstofnsins vekur þeim mun meiri undrun að ýsa veður nú uppi sem aldrei fyrr. Rækjustofninn er í sögulegri lægð. Því var þó haldið fram að öfugt samband væri á milli stærðar þorskstofns og rækjustofns; þeim mun stærri þorskstofn, þeim mun minni rækjustofn - og öfugt. Og menn nefna að loðna sé veidd í of miklum mæli og fæðan þannig tekin frá þorskinum. En þá ber að spyrja: Hvernig má það vera þegar það gerist nú nær árvisst að við náum ekki einu sinni öllum loðnukvót- anum? Er þá ekki komið að næstu spurningu; er hugsanlegt að veiðiaðferð- in - stóraukin flottrollsveiði sé stórskað- leg. Því halda mjög margir þaulreyndir loðnuskipstjórar fram. Þetta verðum við að ræða og rannsaka hleypidómalaust. Eflaust láta einhverjir sem þeir hafi öll svör á reiðum höndum um þessi mál. Svo er þó ekki í raunveruleikanum. Það er sjálfsbirgingsháttur að láta sem við kunnum öll svörin. Við vitum þau ekki öll. En við verðum að leita þeirra. Það er kjarni málsins. (Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, í pistli á vefsíðunni www.ekg.is) Hundrað ár frá komu Coot Nú í ár minnumst við jafnframt þess að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti togar- inn í eigu Íslendinga, Coot, kom til landsins. Segja má að tilkoma togarans hafi markað kaflaskil þar sem miklar breytingar á íslensku samfélagi fylgdu í kjölfarið. Atvinnuhættir breyttust og sjávarútvegur varð á örskotsstundu mik- ilvægasta atvinnugrein okkar og þétt- býlismyndun varð hröð. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur minnst þessara merku tímamóta í störfum sínum það sem af er árinu. Í lok mars var staðið fyrir fjöl- mennri ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Framtíð sjávarútvegsins“. Einnig stóðu sjávarútvegsráðuneytið og menntamála- ráðuneytið á þessu misseri fyrir sam- keppni meðal grunnskólabarna um gerð sjávarútvegsvefs. Markmiðið með sam- keppninni var að auka innsýn skóla- barna í þessa undirstöðuatvinnugrein okkar og veita þeim um leið tækifæri til að tjá eigin hugmyndir um greinina. Jafnframt er verkefninu ætlað að vekja athygli skólastjórnenda, kennara og al- mennings á sjávarútvegi og víkka þá umræðu sem á sér stað um hana. (Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, í sjómanna- dagsávarpi sínu í Reykjavík). U M M Æ L I Að gefa sögunni gaum F M þ in Þ M e M to ja F • • • • • • • aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 6

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.