Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 21
21 F I S K I S T O F N A R N I R tel að Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra hafi brugðist rétt við þegar hann skipaði ráðgjafarhóp til þess að fara yfir stöðu mála. Með skipan þessa hóps er verið að breikka þann þekkingargrunn sem fyrir er hjá okkar fiskifræð- ingum. Við þurfum að fara mjög vel yfir þessi mál og vera óhrædd að leita ráðgjafar. En við megum heldur ekki gleyma því að Íslend- ingum hefur tekist að koma í veg fyrir ofveiði úr fiskistofnum, en það er meira en hægt er að segja hjá okkar helstu nágrannaþjóðum við norðanvert Atlantshaf,“ segir Arnar Sigurmundsson. Þjóðarheill í húfi „Í það minnsta er ljóst að sú uppbygging fiskistofnanna sem hefur ver- ið stefnt að er ekki að skila tilætluðum ár- angri. Þá stað- reynd verða menn að horfast í augu við. Við höfum verið í sama spólfarinu áratugum saman og því er nauðsynlegt að leita nýrra leiða,“ segir Einar Kr. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Sjávarútvegsráðherra hefur lagt til að á haustdögum verði efnt til rækilegrar umræðu um þessi mál, þar sem vísindamenn með ólíkar skoðanir myndu viðra sín sjónar- mið en einnig sjómenn sem marg- ir hverjir hafa áratuga reynslu. Skoðanir þeirra eru ólíkar eins og mennirnir eru margir - en fljótt lærist hverjir fara fram með upp- hrópunum eða byggja mál sitt á gildum og traustum röksemdum. Mikilvægt er að samræða milli sérfræðinga og sjómanna skili okkur árangri og nauðsynlegt að þau sjónarmið sem þar koma fram verði höfð að leiðarljósi þegar há- marksafli verður ákveðinn á næsta ári. Í mínum huga er hér þjóðar- heill í húfi,“ segir Einar Kr. Guð- finnsson. Vil jafnstöðu í kvóta til lengri tíma „Allt frá því núverandi stjórnkerfi fiskveiða var sett á laggirn- ar hefur til- gangurinn verið sá að vernda fiski- stofnana og byggja þá upp. Það starf virðist ekki vera að skila þeim ár- angri sem að var stefnt - og auð- vitað kætist ég ekki - fremur en nokkur annar - þegar aflaheimild- ir eru skertar,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. „Hins- vegar breytir engu til eða frá með ástand stofnsins hvort dregið sé úr sókninni um 3% milli ára. Fyrir útgerðina og alla áætlana- gerð í þeim rekstri væri heppileg- ast ef menn héldu sig við jafn- stöðu í kvótaúthlutun, til dæmis 230 til 250 þúsund tonna árlega þorskkvóta til að minnsta kosti fimm ára. Það er mjög erfitt fyrir okkur sem störfum í þessari grein að þurfa alltaf að bíða fram í lok júní eftir því að fá upplýsingar um hve mikið við megum veiða á komandi fiskveiðiári. Lélegt ástand þorskstofnsins má rekja til mun fleiri þátta en þess hve mik- ið er veitt. Líffræðilegar og nátt- úrulegar ástæður hafa til dæmis mikil áhrif. Sjávarútvegsráðherra hefur boðað rækilega umræðu um ástand fiskistofnanna í haust - og vonandi reifa menn öll sjónarmið þessara mála þar,“ segir Sigurður Viggósson. Lítið eftir af stórum þorski „Markmið um uppbyggingu þorskstofnsins eru ekki að nást og vafa- laust liggja þar margar ástæður að baki. Hafró hefur bent á framúrkeyrslur en ég hygg að það sé ekki eina skýringin,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. „Nú er mjög lítið talið vera eftir af stórum fiski í þorskstofninum og má vera að við þurfum sértækar aðgerðir til að byggja þennan verðmæta hluta stofnsins upp og þá sérstak- lega til að auka líkur á sæmilegri nýliðun, því að vitað er að stærstu hrygnurnar eru öruggastar til þess. Hrogn þeirra eru lífvænlegri en önnur hrogn og við megum ekki við slakri nýliðun ár eftir ár ef við ætlum okkur að byggja upp stofninn. Til lengri tíma litið verður að minnka álagið í þorsk- veiðum, Fiskveiðistjórn er tæki sem við verðum að líta á sem ófullkomið vegna takmarkaðrar þekkingar okkar á flóknu sam- spili náttúrunnar og mannsins. Aðferðir okkar verða að byggjast á því að við lærum af mistökum og látum auðlindina stundum njóta vafans. Því verðum við að breyta stefnunni með nýrri þekk- ingu og fara nýjar leiðir þegar okkur mistekst,“ segir Kristján L. Möller. Skipverjar á Mána ÁR með vænan þorsk. Einar Kr. Guðfinnsson. Sigurður Viggósson. Kristján L. Möller aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.