Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 33
33 B Á TA - O G S K I PA S A G A N fyrir vandaða smíði. Það grétu margir og gráta enn yfir því að Snæfellinu, þessu glæsilega skipi, skyldi hafa verið sökkt. Húni II er næststæsti bátur sem Skipa- smíðastöð KEA smíðaði, en Tryggvi Gunnarsson stjórnaði smíðinni. Snæfellið og Húni II voru um margt mjög svipuð skip, en breytingar voru gerðar á Húna að aftan í samanburði við Snæ- fellið.“ Nærðist á kaffi og neftóbaki „Þegar ég byrjaði að gera við Húna vissi ég sannast sagna ekki hvar ég ætti að byrja. Báturinn var hreinlega eins og ruslahrúga. Ég byrjaði á því að henda öllu sem mátti að ósekju fara, t.d. rennur aftur á bátadekkinu. En eitt allra fyrsta sem ég gerði á Skagaströnd með aðstoð sonar okkar og vinar hans var að mála bátinn að utan, hreinlega til þess að ekki yrði sjónmengun að hon- um lengur. Í Daníelsslipp í Reykjavík var hann tekinn upp og ég hafði spurnir af 650 hestafla Mitsubishi vél, sem úr varð að ég fékk og lét trilluna mína á móti. En þá var eftir að fá einhvern til þess að setja vélina niður og ég gerði mér grein fyrir að það væri ekkert auðvelt mál. Ég fór í vélaverk- stæðið Gjörva úti á Granda og spurði þá hvort þeir væru til að hjálpa mér við að setja niður vél- ina í þennan bát, en það skyldi tekið fram að ég ætti enga pen- inga til þess að borga þeim fyrir það. Þeir gengust við þessum skilmálum og hófust handa. Síðar fór ég til þessara ágætu manna og spurði þá hvernig þeim hafi dott- ið til hugar að verða við þessari ósk minni, þar sem ég hafði sagt þeim að ég ætti ekki neina pen- inga til þess að greiða þeim fyrir. Þá sögðust þeir hafa séð að þetta væri greinilega mitt hjartans mál og ég væri augljóslega ekki í neinum forstjóraleik! Auðvitað var þetta alveg gríð- arlega mikil vinna og stundum sat ég í lengri tíma og spáði hvað ég ætti næst að gera. Ég nærðist á kaffi og neftóbaki. Ef ég var svangur fékk ég mér kaffi og ef ég var þreyttur tók ég í nefið! Oft var ég útkeyrður og vitlaus.“ Ekki grundvöllur fyrir hvala- skoðun frá Hafnarfirði „Alversta verkið í þessu öllu var að ná upp keðjum sem voru gjör- samlega kolryðgaðar og fastar. Sú vinna tók heila viku. Ég viður- kenni að þá var ég búinn að fá nóg. En eftir að ég taldi hægt að bjóða fólki um borð var ég eitt sumar, árið 1997, með skemmti- ferðir á Húnaflóanum, en þá um haustið hóf ég að gera Húna út fyrir sunnan. Yfir vetrartímann var ég í beit- ingarvinnu í Grindavík til þess að eiga fyrir salti í grautinn, en síðan var ég yfir sumarið í endurgerð bátsins og gerði hann út á hvala- skoðun, sjóstangaveiði og bauð auk þess upp á veislur hérna um borð. Við vorum með bátinn stað- settan í Hafnarfirði og aðsóknin var bærileg framanaf. Fyrsta sum- arið, 1998, fengum við 500 manns í ferðir, þrátt fyrir enga markaðssetningu, og árið eftir fór talan upp í 2-3000 manns og mest var aðsóknin 7000 manns árið 2000. Síðan fór að halla veru- lega undan fæti í þessu og annarri ferðaþjónstu í Hafnarfirði. Einnig var komið á fót hvalaskoðunarfyr- irtækjum í Reykjavík og það var mjög erfitt að halda úti slíkri þjónustu í Hafnarfirði í sam- keppni við þau. Ferðamönnunum var frekar vísað niður á Miðbakka í Reykjavík til þess að fara í hvalaskoðun en í Hafnarfjörð. Ég sá því að þetta myndi ekki geta gengið öllu lengur og því ákvað ég núna í ár að sigla Húna hingað norður til Akureyrar, enda tel ég að hér eigi hann að vera,“ segir Þorvaldur. Ekki litið á báta sem menningarverðmæti En hvað skyldi honum hafa fund- ist erfiðast í öllu þessu ferli? Þor- valdur er fljótur til svars. „Tví- mælalaust finnst mér þungbærast almennt skilningsleysi um varð- veislu sjóminja. Mönnum finnst ekki tiltökumál að eyða svo og svo miklum fjármunum í varð- veislu gamalla húsa, en þegar kemur að bátaminjum, þá kveður við annan tón,“ segir Þorvaldur og rifjar upp að það hafi komið sér verulega á óvart að t.d. LÍÚ hafi ekki ljáð máls á neinum stuðningi við endurgerð og varð- veislu þessa merka skips þegar eftir því hafi verið leitað. „LÍÚ vildi ekkert af þessu vita, en hins vegar fékk ég mun jákvæðari við- brögð hjá ýmsum fyrirtækjum. Til dæmis tóku Slippfélagsmenn Þau hjónin Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir eiga mikinn heiður skilið fyrir að hafa varðveitt þetta merka skip. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.