Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 12
12 L Ý S I Síðast í maí opnaði Davíð Oddsson, undanríkisráðherra, nýja verksmiðju Lýsis hf. við Fiskislóð í Örfirisey. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir síðastlið- ið eitt og hálft ár, en verksmiðjan er um 4.000 fermetrar að flatar- máli. Miðað við gömlu verk- smiðjuna við Grandaveg tvöfald- ast framleiðslugetan og verður um 6.000 tonn á ári. Greiðir leið á lyfjamarkað Nýja verksmiðjan er búin ýmsum nýjum tækjum sem var ekki til staðar áður. Nefna má aflyktunar- og bleikingarbúnað, kaldhreinsi- og kælipressu- og kælitanka sem gera það að verkum að lýsið krist- allast og réttar fitusýrur nást út. „Nú getum við meðhöndlað og unnið vöruna betur en áður. En það sem kannski breytir mestu er að nú höfum við fengið GMP lyfjaframleiðsluleyfi, sem greiðir okkur sóknina inn á lyfjamarkað- ina til mikilla muna,“ segir Katrín og bætir við að áður hafi fyrirtækið starfað eftir gæðastaðl- inum ISO 9001 og Hassad - áhættugreiningarkerfi. Framleiðslugeta nýju verk- smiðjunnar telur framkvæmda- stjórinn nægja til næstu tveggja til þriggja ára en leggur áherslu á að aldrei sé hægt að fullyrða um slíkt. Þannig hafi vöxtur í fram- leiðslu og sölu fyrirtækisins síð- ustu ár verið margfalt meiri en allar áætlanir gerðu ráð fyrir Eykur lífsgæði Undirbúningur og hönnun nýrrar verksmiðju var tveggja ára ferli, en framkvæmdir hófust snemma árs 2004. Jafnhliða var ráðist í mikið kynningarátak á fram- leiðslunni, þar sem áhersla var lögð á að ná til neytendamarkað- ar. Þannig var Lýsi hf. áður þekktast meðal birgja og fyrir- tækja, en tengingin við neytenda- markaðinn var ekki ýkja sterk. Markaðsstarf síðustu ára segir Katrín að hafi gjörbreytt þessum veruleika Þannig hafi Bandaríkin komið mjög sterk inn og sama gildi um Finnland, þar sem við- skiptin jukust um ríflega 40% á síðasta ári. „Það er gaman að stýra fyrirtæki sem framleiðir og selur afurð sem eykur hamingju og lífs- gæði fólks,“ segir Katrín Péturs- dóttir og bætir því við að nýir markaðir hafi opnast mjög hratt síðustu árin - jafnframt því sem aðrir hafi stækkað. „Í löndum Austur Evrópu og Asíu er sterk hefð fyrir því að taka lýsi. Mark- aðir þar hafa opnast núna á allra síðustu árum og kaupgeta fólks þar fer vaxandi. Viðtal og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Frá lifur til lyfja - spjallað við Katrínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Lýsis hf. „Síðustu misseri höfum við fengið nýjar vísindaniðurstöður í nánast hverjum mánuði sem beinlínis segja að við höfum frábæra vöru í hönd- unum. Spurn eftir Omega 3 fitusýrum og heilsuvörum fer sífellt vax- andi, jafnframt því sem þekking fólks á mikilvægi þeirra efna hefur aukist verulega,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf. Hið nýja verksmiðja er í Örfirisey. Framleiðslu- getan tvöfaldast með tilkomu hennar sem framkvæmdastjórinn tel- ur að fullnægi þörfum fyrirtækisins til næstu tveggja til þriggja ára. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.