Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 28
28 G R Í M S E Y Eigendur hins nýja Þorleifs eru Gylfi og synir hans Svavar og Bjarni og Garðar Ólason og Al- freð sonur hans. Gylfi og Garðar hafa rekið í rúm tuttugu ár fyrir- tækið Sigurbjörn ehf., en synir þeirra sameina nú fyrirtæki sín Sigurbirni og gera hinn nýja og stærri Þorleif út frá Grímsey. Gamli Þorleifur er um 20 brúttótonn, en nýi Þorleifur er tæp 80 brúttótonn. Skipið var smíðað á Seyðisfirði árið 1977 og endurbyggt tuttugu árum síðar. Áður hét það m.a. Ásdís ST, Kristín ÁR, Tryggvi Jónsson EA og Hildur Stefánsdóttir ÞH. Á netum norður af Grímsey Gylfi sagði í samtali við Ægi að ætlunin væri að auka við útgerð- ina. Farið verði úr krókaaflamark- inu yfir í aflamark. „Ég er mjög ánægður með að heimamenn vilja kaupa krókaaflamarksheimildirn- ar og þær haldast þá hér í byggð- arlaginu. Við munum reyna að verða okkur út um aflaheimildir í aflamarkinu. Ég myndi ætla við þurfum um 500 tonna kvóta á þetta skip ef vel á að vera,“ segir Gylfi og bætir við að 4-5 menn verði í áhöfn nýja skipsins. Fyrst og fremst verður Þorleifur gerður út á net, en einnig dragnót. „Við erum núna á net- um, sem er ekki daglegt brauð á þessum slóðum á þessum árstíma. Ég myndi ætla að það séu allt að tuttugu ár síðan róið var síðast í júní og júlí á net. Skipið er auð- vitað töluvert stærra og útgerðar- mátinn annar en á minni bát. Við getum t.d. sótt lengra en á gamla Þorleifi, sem er kostur.“ Dæmigerður Norðlendingur Gylfi segist gera ráð fyrir að áfram verði aflinn fyrst og fremst verkaður í salt, þó svo að ekki sé sérlega bjart yfir saltfiskmörkuð- um nú um stundir. „Fiskeríið er bara ágætt um þessar mundir. Við erum að fá þennan dæmigerða Norðlending. Það hefur verið mjög gott bæði á línu og hand- færi hjá bátum hérna í Grímsey. Yfir vetrarmánuðina erum við ekkert að sækja mjög langt, en yfir sumarið förum við lengra, t.d. fram að Kolbeinsey. Núna er ég átján mílur norður af eynni. Í vetur var óvenju gott fiskerí og líkara því sem maður þekkti hér á árum áður. Það kom töluverð loðna hér upp á grunnslóðina og fiskurinn fylgdi henni.“ Allt vaðandi í ýsu Ýsa var sjaldséð við Grímsey hér á árum áður, en nú er öldin önn- ur. Gylfi segir að mikið sé af ýsu um allt í kringum eyna. „Fyrir tólf til fimmtán árum var ýsa nánast óþekkt fyrirbæri hér, það voru töluverð tíðindi ef einhver dró ýsu á færin. Núna er ekki mikið mál að fá ýsu og raunar er það svo að við þyrftum að verða okkur út um ýsukvóta,“ segir Gylfi, en hann segir nokkuð ljóst að þegar líði nær kvótaáramótum í haust þurfi að binda Þorleif við bryggju um tíma. Átti ekki von á skerðingu í þorskinum Við víkjum talinu að fiskveiði- stjórnuninni og úthlutun kvóta fyrir komandi fiskveiðiár. Gylfi orðar það svo að honum komi spánskt fyrir sjónir að eftir öll undangengin friðunarár sé enn verið að minnka þorskkvótann. „Það er erfitt að horfast í augu við niðurskurð í þorskinum eftir tuttugu ára baráttu. En einhver verður sjálfsagt að ráða þessu, en það er ekki þar með sagt að mað- ur sé sammála þessu. Við verðum ekki varir við þennan samdrátt Bjartsýni ríkjandi í Grímsey - útgerðir hafa verið að stækka báta sína: Þýðir ekkert að væla - segir Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður og skipstjóri „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Það hefur ekkert upp á sig að sitja með hendur í skauti og væla og bíða eftir því að einhver stingi góðgæti upp í mann,“ segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri og út- gerðarmaður í Grímsey, en nýverið kom nýr og stærri Þorleifur EA-88 til Grímseyjar - sem áður hét Hringur GK. Útgerð Hrings í Hafnarfirði fékk í staðinn gamla Þorleif og mun Aðalsteinn Einarsson gera hann þaðan út. Þorleifur EA, sem áður hét Hringur GK, verður fyrst og fremst gerður út á net og dragnót. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.