Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 35

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 35
35 B Á TA - O G S K I PA S A G A N því geti orðið að Húni II verði áfram á Akureyri og bátnum verði fundinn grundvöllur til reksturs. „Það sem í mínum huga er merkilegast við Húna II er að þetta er stærsta eikarskip á floti í dag, sem hefur verið smíðað hér á landi. Að mínu mati er þetta ein- stakt tækifæri til þess að sýna ís- lenskri bátasögu þann sóma sem henni ber. Húni II var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA og mér þykir því við hæfi að þessu skipi verði fundinn varanlegur staður á Akureyri,“ segir Þorsteinn og bendir á að það hafi verið „stór- slys“ þegar Snæfellinu, sem einnig var smíðað í Skipasmíða- stöð KEA, var sökkt. Kerfið hefur ekki áhuga Það virðist nokkuð ljóst að okkur Íslendingum hefur ekki auðnast að varðveita marga báta frá fyrri tíð, sem sannarlega hefðu verð- skuldað að vera safngripir í dag. Svo merkilegt sem það kann nú að virðast, þegar haft er í huga að Íslendingar voru frumkvöðlar í úthafssiglingum frá Evrópu til Ameríku í þá daga er menn sigldu á langskipum og knörrum. Í grein í Morgunblaðinu á liðnum vetri segir Guðbrandur Jónsson, formaður Fornbátafélags Íslands, að það sé með ólíkindum hversu illa gangi að fá stjórnvöld og þá sem ráða málum í landinu til þess að skilja mikilvægi þess að vernda þau verðmæti sem eru fólgin í gömlum bátum. Orðrétt segir Guðbrandur í Morgunblaðsgrein- inni: „Það er dýrt dæmi að eiga og reka trábát og ekki auðveldar kerfið reksturinn með yfirgengi- legum eftirlits- og stjórnunar- kostnaði kerfiskarla. Bara virðis- aukaskatturinn er 150.000 kr. á bát,“ segir Guðbrandur og upp- lýsir að þrátt fyrir margar góðar tillögur Fornbátafélagsins og sjó- minjadeildar Þjóðminjasafnsins hafi menntamálaráðuneytið ekk- ert gert í málunum. Er þjóðinni alveg sama? Morgunblaðið birtir þann 2. febr- úar 2005 athyglisverða grein eftir Rúnar Óla Karlsson, landfræðing á Ísafirði, þar sem hann gerir að umtalsefni varðveislu gamalla báta. Þar kastar hann fram spurn- ingunni: „Er þjóðinni, sem í gegnum aldirnar hefur byggt af- komu sína á hafinu, alveg sama um skipin sem gerðu okkur kleift að draga björg í bú?“ Rúnar rifjar upp að þegar hann var að alast upp á Ísafirði hafi gamall kútter, Garðar, staðið í fjörunni í Neðsta- kaupstað. Sá galli var víst á gjöf Njarðar að á honum hvíldu veð og allt stóð fast í bankanum, eins og Rúnar Óli kemst að orði. „Ekki var annað hægt að gera ...nú annað en að brenna hann en gera hann upp eða geyma um stund, eins undarlega og það hljómar. Allt í einu átti íslenska þjóðin engan kútter og það þótti einhverjum hart. Var þá ráðist í að kaupa Sigurfara, kútter frá Færeyjum, og stendur hann nú á safnasvæðinu á Akranesi en þarfn- ast víst mikils viðhalds.“ Rúnar Óli bendir á að ekki sé bátafrið- unarsjóður eins og til er Húsafrið- unarsjóður til varðveislu gamalla húsa. Hann segir þó sem betur fer ekki svartnætti í þessum efnum, ýmislegt hafi þokast í rétta átt og verið sé á nokkrum stöðum að varðveita merkilega báta. Meðal annars bendir hann á að Byggða- safn Vestfjarða hafi ráðist í endur- bætur á Gesti úr Vigur, sem væntanlega er elsti sérsmíðaði vélbátur sem enn er til hér á landi, einnig hafi Byggðasafn Vestfjarða fengið að gjöf Sædísi ÍS 467, sem er ein af fimm „Dís- um“, sem smíðaðar voru af Bárði G. Tómassyni, fyrsta skipaverk- fræðingi Íslendinga, og markmið- ið sé að koma Sædísi á flot og hafa hana í siglingum með safn- gesti. Þá nefnir Rúnar Óli að hugmyndir séu uppi um að varð- veita Maríu Júlíu, sem er fyrsta björgunarskúta Vestfirðinga, en hún var síðast notuð sem hafrann- sóknaskip milli stríða og til björgunaraðgerða. „Verndun gamalla skipa og verkkunnátta fyrir komandi kynslóðir og vænt- anlega ferðamenn, er ekkert ann- að en menningarferðamennska og vonandi kemur skilningur á mik- ilvægi þess að tengja saman verndun þessarar arfleifðar við ferðamennsku framtíðarinnar, til með að aukast,“ segir Rúnar Óli Karlsson í umræddri Morgun- blaðsgrein. Um tíma bar Húni nafnið Haukafell SF, en þá var það gert út frá Hornafirði. Vistarverurnar um borð í Húna eru allar hinar huggulegustu. Hér má sjá barborðið í veitingasalnum. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.