Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 22
22 H E I M S Ó K N T I L K Í N A Kína er land tækifæranna. Um það eru flestir sam- mála sem þangað koma. Uppbyggingin í borgarsam- félögum Kína er gríðarlega hröð og byggingakranar tróna víða. Það þarf ekki á koma á óvart þegar haft er í huga að hagvöxtur í kínverskum borgum er fast að 10-12%. Í tengslum við heimsókn forsetahjónanna til Kína í maí sl. heimsóttu fjölmargir fulltrúar hér- lends atvinnulífs landið og kynntu sér þá miklu upp- byggingu sem er í Kína og hvaða viðskiptatækifæri þar kynnu að vera. Í þessum hópi voru meðal annarra Guðmundur Kristjánsson og Óttar Már Ingvason frá Brimi hf. Óttar Már lýsir hér sem fyrir augu bar í Kína. Glaðlegt og heillandi fólk „Fyrirfram átti ég von á að Kínverjar væru tiltölu- lega hlédrægir og formfastir en það kom fljótlega í ljós að þeir eru einstaklega glaðlyndir og opinskáir. Þeir njóta þess að vera til og eru mjög opnir fyrir nýjungum. Það kom mér reyndar mjög á óvart hvað þeir eiga mikið sameiginlegt með Íslendingum. Kín- verjar bera mikla virðingu fyrir samborgurum sínum og eru friðsælir. Það vakti t.d. sérstaka athygli að vopnaburður lögreglu eða öryggisvarða var ekki sýni- legur, ólíkt því sem gjarnan er í fjölmennum samfé- lögum. Það var einnig athyglisvert að sjá þá hröðu uppbyggingu sem á sér stað í borgunum. Heilu íbúðarhverfin spretta upp eins og gorkúlur og þensl- an er gríðarleg. Yfirleitt virðast Kínverjarnir vera að reisa veglegar byggingar og gatnamannvirki í borg- unum. Það er mikil gróska í þessu þjóðfélagi og jafn- framt er greinilega mikið átak í gangi til þess að auka menntun þjóðarinnar, til marks um það eru yfir þrjátíu milljónir Kínverja í háskólum núna,“ segir Óttar Már. Mikil uppbygging í borgunum „Inni í borgunum er 10-12% hagvöxtur, en ef horft er á allt landið er hagvöxturinn í kringum 6-8%. Í báðum þeim borgum sem ég skoðaði, Peking og Qingdao, hefur orðið gríðarlega hröð uppbygging. Umhverfið inni í þessum borgum er allt til mikillar fyrirmyndar, hreinlætið er mikið og ekkert rusl sjá- anlegt á götum. Það vakti athygli hversu vel grasflat- ir eru slegnar og allur gróður mjög vel hirtur. At- vinnuleysi er óþekkt hugtak hjá Kínverjum og í þeirra huga er ekkert starf svo ómerkilegt að það væri ekki hægt að vinna það. Þess ber þó að geta að borgirnar eru eitt og sveitirnar allt annað. Það þarf ekki að fara langt út fyrir borgirnar til þess að sjá hrörleg húsakynni og lítil lífsgæði. Í sveitunum búa 7-800 milljónir manna og lifa oft við þröngan kost af landbúnaði og fiskirækt.“ Ógnir fela líka í sér tækifæri - segir Óttar Már Ingvason, hjá Brimi hf., sem nýverið var í Kína Kínverskar fiskafurðir tilbúnar í frystiborð matvöruverslana á Vesturlöndum. Samkvæmt skýrslum FAO er talið að yfir 12 milljónir manna starfi við fiskveiðar og ræktun í Kína. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.