Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 18
18 F I S K I S T O F N A R N I R Þó eru sem betur fer jákvæð tíðindi í þessu, t.d. hvað það varðar að rannsóknir Þjóðverja á karfastofninum við Austur-Græn- land benda til þess að árgangar karfa þar 2003 og 2004 séu nokkuð sterkir, en talið er að uppeldisstöðvar djúpkarfans sem veiðist við Ísland sé við Austur- Grænland og ýmislegt í rann- sóknum Þjóðverjanna bendir einnig í þá átt að uppeldisstöðvar úthafskarfans séu einnig á þessum slóðum. Alþjóðahafrannsóknaráðið og Hafrannsóknastofnunin hafa lagt til að sókn í djúpkarfa frá Austur- Grænlandi og að Færeyjum verði takmörkuð þannig að hámarksafli fiskveiðiárið 2005/2006 fari ekki yfir 22 þúsund tonn. Erfitt hefur reynst að meta tengsl karfastofna á Íslandsmið- um við stofna á nærliggjandi haf- svæðum. Þess vegna hafa sjómenn gjarnan haldið því fram að sá karfi sem er oft skilgreindur sem úthafskarfi sé í raun djúpkarfi. Úthafskarfaveiði Íslendinga hefur dregist verulega saman á undanförnum árum og á síðasta ári var hún aðeins 36 þúsund tonn og hafði ekki verið minni síðan árið 1995. Ráðgjafarnefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins mun í haust leggja fram tillögur um karfa- veiðar í úthafinu á næsta ári. Mun þar m.a. verða byggt á niðurstöð- um mælinga á stofnstærð karfa í Grænlandshafi og aðliggjandi hafsvæðum í sameiginlegum rannsóknaleiðangri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa, sem nú stendur yfir. Grálúðan í hættu Sjávarútvegsráðherra fór að til- lögu Hafró og Alþjóðahafrann- sóknaráðsins um niðurskurð á grálúðukvóta og er hann einungis 15 þúsund tonn á næsta fiskveiði- ári. Grálúðustofninn virðist vera í alvarlegri niðursveiflu, sem hefur birst sjómönnum mjög skýrt á undanförnum misserum með stöðugt minnkandi afla á sóknar- einingu. Talið er að grálúða við Austur-Grænland, Ísland og Fær- eyjar sé af sama stofni. Heildarafli grálúðu á þessu svæði var tæp 27 þúsund tonn árið 2004, sem er um 3.000 tonnum minna en árið 2003. Afli á Íslandsmiðum var um 15.500 tonn árið 2004, sem er um 5.000 tonnum minni afli en árið 2003. Vísitala stofnstærðar grálúðu árið 2004 var sú lægsta frá upp- hafi. Lækkun stofnvísitölu síð- ustu fjögurra ára er samræmi í við minnkandi afla veiðiflotans á sama tímabili. Hafró segir að þó ekki sé hægt að skýra með við- hlítandi hætti þær sveiflur sem verið hafa í aflabrögðum síðastlið- in tíu ár sé mjög líklegt að ástand stofnsins nú sé slæmt miðað við síðari hluta níunda áratugarins. Íslenski sumargotssíldarstofn- inn nokkuð sterkur Á síðustu haustvertíð veiddust um 100 þúsund tonn af íslenskri sumargotssíld fyrir austan land og 15 þúsund tonn fyrir vestan land. Um 78% aflans veiddust í hringnót en 22% í flotvörpu. Að- eins um fimmtungur aflans fór í bræðslu á síðustu vertíð. Talið er að ástand íslenska sum- argotssíldarstofnsins sé nokkuð gott, ef mið er tekið af niðurstöð- um fyrirliggjandi bergmálsmæl- inga. Ef byggt er á aflagögnum eingöngu er mat á stærð hrygn- ingarstofns árið 2004 um 340 þús. tonn. Sé hins vegar aldurs- greindum bergmálsgögnum bætt við, er stærð hrygningarstofnsins árið 2004 metin allt frá 340 þús- und tonnum upp í rúm 700 þús- und tonn, eftir því við hvaða stofnmat er miðað. „Þrátt fyrir að nákvæm stærð hrygningarstofnsins sé ekki þekkt má af ofangreindu telja að ástand íslenska sumargotssíldarstofnsins sé nokkuð gott. Gera má ráð fyrir að á næstu vertíð verði árgangar 1999 og 2000 enn algengastir í veiðinni. Sú síld verður væntan- lega um 29-33 cm löng. Undan- farin tvö ár hefur heildarafla- markið verið 110 þús. tonn. Talið er að sami afli fiskveiðiárið 2005/06 muni ekki hafa neikvæð áhrif á stærð hrygningarstofnsins. Hafrannsóknastofnunin leggur því til að heildaraflamark fisk- veiðiárið 2005/2006 verði 110 þús. tonn,“ segir í ástandsskýrslu Hafró, en þetta er talan sem sjáv- arútvegsráðherra lagði til grund- vallar við úthlutun kvóta úr ís- lensku sumargotssíldinni á næsta fiskveiðiári. Kolmunninn er spurningamerki Veruleg aukning hefur verið í kolmunnaveiðum Íslendinga á undanförnum árum. Heildarafli kolmunna í Norðaustur-Atlants- hafi var um 2,3 milljónir tonna árið 2003, en endanlegar veiðitöl- ur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir, en ætla má að þær séu ekki ósvip- aðar og árið 2003. Á síðasta ári veiddu íslensk skip um 420 þús- und tonn af kolmunna og fékkst þessi afli í íslenskri og færeyskri lögsögu að langstærstum hluta, en um sex þúsund tonn fengust á alþjóðlegu hafsvæði, mest vestan Bretlandseyja. Sem fyrr veiddu Norðmenn þjóða mest af kolmunna á síðasta ári, eða um 950 þúsund tonn. Erfitt er að meta stærð kolmunnastofnsins. Upplýsingar frá einstaka þjóðum eru mis- vísandi. Norðmenn gerðu berg- málsmælingar í mars sl. sem gáfu 8,5 milljóna tonna hrygningar- stofn, sem er um fjórðungi minna en mældist árið 2004. Nýrra upplýsinga um stofnstærðina er að vænta í september nk. og ráð- gjöf um hámarksafla kolmunna á árinu 2006 verður birt í október að loknum vinnunefndarfundi Al- þjóðahafrannsóknaráðsins. Staða íslensku sumargotssíldarinnar virðist vera sterk.Beðið er niðurstaðna Alþjóðahafrannsókna- ráðsins um stöðu kolmunnastofnsins og í framhaldi af því ráð- gjafar um veiðar úr stofninum á næsta ári. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 18

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.