Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 25
25 H E I M S Ó K N T I L K Í N A sendir heim. Verksmiðjurnar útvega starfsmönnum sínum húsakost. Í einu fiskiðjuveranna sem ég skoð- aði störfuðu um 2.000 manns. Þar voru tvær starfs- mannablokkir sem hvor um sig hýsti 1.000 manns. Önnur var fyrir karlmenn en hin fyrir kvenfólk. Í þessum blokkum deila 8-10 manns herbergi.“ Óttar Már segir að ýmsir sjái sér hag í að vinna fisk í Kína til útflutnings. „Þar er m.a. unninn þorskur, alaskaufsi, karfi og margar aðrar tegundir. Hráefni kemur víða að til vinnslu í Kína, meðal ann- ars frá Íslandi. Stór hluti af hráefninu kemur úr Kyrrahafinu. Í dag horfa Kínverjar mikið til aukinn- ar vinnslu á ýmsum uppsjávartegundum til mann- eldis, svo sem kolmunna og makríls. Að mínu mati er einn helsti veikleiki við að senda hráefni til vinnslu eins langa leið og til Kína að sá fiskur sem þangað er fluttur er langan tíma í flutningi og er ekki tilbúinn í sölu fyrr en mörgum mánuðum síðar, en þá geta hugsanlega verð- og gengisforsendur verið allt aðrar en lagt var upp með í byrjun.“ Kínverjar eru lang stærstir í veiðum og ræktun sjávarfangs Óttar Már kynnti sér líka fiskeldi Kínverja, sem hafa mörg hundruð ára reynslu á því sviði og raunar eru Kínverjar stærsta fiskeldisþjóð í heimi. „Það fiskeldi sem ég sá er mjög frumstætt og svo virðist sem það sé engin krafa um stærðarhagkvæmni í eldinu hjá þeim. Þeir geta vegna lágs kostnaðar bæði notað mikið landrými og mannafla við eldið. Við þyrftum ekki að reyna að ala fisk í þeim framleiðslueiningum sem þeir gera sökum kostnaðar fyrir okkur. Kínverjar rækta um 17 milljónir tonna af ferskvatnsfiskum. Um 10 milljónir tonna eru ræktuð af ýmiskonar skelfiski og 1,3 milljónir tonna af rækjum og krabbadýrum.“ Samkvæmt skýrslum FAO er talið að yfir 12 millj- ónir manna starfi við fiskveiðar og ræktun í Kína. Árið 2002 framleiddu Kínverjar um 26 milljónir tonna í eldi en veiðarnar námu um 17 milljónum tonna. Samtals framleiddu þeir því um 44 milljónir tonna af sjávarfangi árið 2002. Til viðbótar hefur fiskeldi í Kína verið að aukast árlega um 11% meðan fiskeldi annarsstaðar í heiminum hefur aukist að meðaltali um 6%. IFPRI (International Food Policy Research Institute) hefur spáð því að árið 2020 muni heimsframleiðsla sjávarfangs úr eldi nema á bilinu 54-70 milljónum tonna. Þar af er Kína spáð fram- leiðslu upp á 35-45 milljónir tonna eða tæpum 65% af heimsframleiðslunni. „Þrátt fyrir að fiskeldi Kínverja sé á margan hátt frumstætt, þá getum við sjálfsagt lært ýmislegt af þeim. Kínverjar eiga sér óhemju langa sögu í fiskeldi og þeir hafa þróað og byggt upp öflugt flutninganet til að koma lifandi fiski til neytenda, bæði til veit- ingahúsa og stórmarkaða. Það má segja að aðstæður til fiskeldis í Kína séu með þeim bestu sem þekkist. Vegna veðurfars og landfræðilegra aðstæðna geta þeir alið fisk með mjög litlum kostnaði. Þetta er eitthvað sem íslenskur sjávarútvegur þarf að keppa við á mörkuðum erlendis,“ segir Óttar Már. Ódýrar eldisafurðir frá Asíu hafa verið að flæða inn á hinu vestrænu markaði svo sem til Bandaríkjanna. Óttar Már segist meta það svo að það gæti verið áhugavert fyrir íslensk fyrirtæki að taka þátt í verk- efnum tengdu fiskeldi í Kína. „Kínverjar hafa náð miklum árangri í fiskeldi og greinin vex þar hvað hraðast í heiminum. Þessi mikli vöxtur er meðal annars byggður á góðri samkeppnishæfni og góðum landfræðilegum aðstæðum þar. Kínverjar eru mjög áhugasamir fyrir nýjum tegundum í eldi. Nýjum og framandi tegundum er jafnan vel tekið af neytendum og með aukinni kaupgetu hefur skapast sterkari markaður fyrir framandi tegundir. Má í því sam- hengi nefna að í Kína eru nú aldar kaldsjávartegund- ir fyrir innanlandsmarkað á borð við þorsk, lúðu og sandhverfu. Gott dæmi um innleiðingu á nýrri eldis- tegund er sandhverfan. Á aðeins sex árum, eða frá 1999, þegar fyrstu tilraunir með sandhverfueldi hófust í Kína, hefur framleiðslan aukist úr engu í 18 þúsund tonn 2004 og er áætluð framleiðsla fyrir árið 2005 um 25 þúsund tonn.“ Mikil tækifæri í Kína Óttar Már segir að markmiðið með ferðinni til Kína hafi fyrst og fremst verið að sjá með eigin augum hver þróunin og samkeppnisstaðan sé í þessu fjöl- Rækja er nokkuð áberandi í matvöruverslunum, enda rækta Kínverjar gríðarlega mikið af rækju. Tæknivæðingin í fiskvinnslunni er nákvæmlega engin. Ekkert einasta færiband er þar sjá- anlegt og allur fiskur fluttur til í bökkum. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.