Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 16
16
F I S K I S T O F N A R N I R
Þorskafli á síðasta ári var 223
þúsund tonn, röskum 20 þúsund
tonnum meiri afli en árið 2003. Á
síðustu þremur fiskveiðárum hef-
ur þorskaflinn verið að meðaltali
10% umfram heildaraflamark.
Meira veitt af þorski fyrir
austan en áður
Samkvæmt tölum Hafró var afl-
inn á sóknareiningu í botnvörpu
óbreyttur frá 2003, afli á sóknar-
einingu í net minnkaði og afli á
sóknareiningu á línu jókst. Ekki
kemur á óvart að hlutfall
þorskafla á Þórsbanka og á Fær-
eyjahrygg jókst verulega á síðasta
ári, en aflinn á Vestfjarðamiðum
minnkaði. Þetta kemur ekki síst
til af því að þorskur af Austfjarða-
miðum þykir henta betur í bol-
fiskvinnslu, ekki síst í ferskfisk-
vinnslu, en Vestfjarðaþorskurinn.
Hlutdeild þriggja, fjögurra, sex
og sjö ára þorsks reyndist minni í
veiðinni á síðasta ári en búist
hafði verið við en hlutdeild 5 og
8 ára meiri.
Athygli vekur í mælingum
Hafró að meðalþyngd 4-8 ára
þorsks eftir aldri í afla hefur
lækkað að meðaltali um 13% á
árunum 2002-2004 og um 20%
hjá 9-10 ára þorski. Í stofnmæl-
ingu Hafró í október 2004 var
meðalþyngd hjá flestum aldurs-
flokkum sú lægsta frá því mæl-
ingar hófust árið 1996. Vísinda-
menn Hafró telja líklegt að lækk-
un meðalþyngdar megi rekja til
minna magns loðnu á útbreiðslu-
svæði þorsks. Bent er á að fæðu-
sýni úr stofnmælingu að hausti
hafi sýnt samfellda minnkun
loðnumagns í þorskmögum á
undanförnum árum. „Fæðusýni
sem safnað hefur verið um borð í
fiskiskipum síðan 2001 staðfesta
mikilvægi loðnunnar sem fæðu
fyrir þorsk, einkum á veiðislóð
togara. Niðurstöðurnar sýna, líkt
og aðrar fæðuathuganir, að mun
minna var um loðnu í þorskmög-
um veturinn 2003-2004 saman-
borið við árin 2001-2002. Fæðu-
athuganir sýna einnig að heildar-
fæðumagn í einstökum þorsk-
mögum hafi minnkað á undan-
förnum árum. Þorskurinn virðist
því ekki ná að bæta upp minnk-
andi loðnu með annarri fæðu. Sá
hluti stofnsins sem heldur sig
djúpt suðaustur af landinu hefur
haft aðgang að kolmunna stóran
hluta ársins en það er aðallega
stór þorskur sem getur nýtt sér þá
fæðu,“ segir m.a. í ástandsskýrslu
Hafró.
Bróðurpartur aflans
5-8 ára þorskur
Gert er ráð fyrir að 83% aflans á
árinu 2005 verði árgangar 1997-
2000 (5-8 ára þorskur). Hlutdeild
þriggja og fjögurra ára þorsks er
áætluð 15%. Á árinu 2006 gerir
Hafró ráð fyrir því að árgangarnir
frá 1997 til 2000 (6-9 ára fiskur)
verði mest áberandi í aflanum
með um 60% hlutdeild í fjölda
(76% í þyngd) en árgangur 2002
verði með um 20% í fjölda. Bæði
árin 2005 og 2006 segir Hafró að
10 ára og eldri þorskur verði inn-
an við 1% af fjölda en til saman-
burðar má nefna að á síðari hluta
sjötta áratugar síðusta aldar var
hlutfall 10 ára og eldri að meðal-
tali um 50% af fjölda landaðra
fiska.
Veiði- og hrygningarstofn
þorsks stækkar
lítið á næstu árum
Hafró telur flest benda til þess að
veiðistofn og hrygningarstofn
stækki lítið á næstu árum ef farið
verði eftir núgildandi aflareglu.
Hafró segir að þetta komi til
Gluggað í ástandsskýrslu Hafró:
Plúsar og mínusar
- sem fyrr
Enn virðist þorskstofninn vera í lægð. Þrátt fyrir margra ára markvissa
friðun. Heildar aflamark hefur verið ákveðið 198 þúsund á komandi
fiskveiðiári, sem er 25 þúsund tonna samdráttur í þorskafla, miðað við
heildarafla í þorski á síðasta ári. Þessi ákvörðun um heildaraflamark í
þorski er í samræmi við tillögu Hafró. Ægir gluggaði í ástandsskýrslu
Hafró sem var kynnt í júní.
Vísindamenn Hafró telja líklegt að lækkun meðalþyngdar þorsks
megi rekja til minna magns loðnu á útbreiðslusvæði hans.
Ýsustofninn hefur verið að styrkjast og
ekki er annað að sjá, samkvæmt tölum
Hafró, en að sú þróun haldi áfram.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 16