Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 27
27 L A X V E I Ð I Samkvæmt tölum Veiðimála- stofnunar var hlutfall sleppinga um 2% árið 1996, en var komin í 16,1% í laxveiðinni árið 2004. Gamall siður Í athyglisverðri samantekt Sig- urðar Más Einarssonar í ársskýrslu Veiðimálastofnunar fyrir árið 2004 kemur fram að sleppingar veiðimanna á laxi séu gamall sið- ur og séu m.a. til heimildir um slíkar sleppingar í Penobscot ánni í Maine fylki í Bandaríkjunum snemma á 19. öld. Hér á landi voru sleppingar á laxi fyrst og fremst háðar vilja einstakra veiði- manna. Vegna hnignunar í gengd stórlax (tveggja ára laxa úr sjó) undanfarna áratugi hafa Lands- samband veiðifélaga, Landssam- band stangaveiðifélaga og Veiði- málastofnun beint þeim tilmæl- um til veiðimanna að sleppa tveggja ára laxinum, fyrst og fremst til þess að varðveita erfða- þátt stórlaxa. „Hugmyndafræðin að baki sleppinganna,“ segir Sig- urður Már, „er almennt sú að með þeim lækkar veiðihlutfallið í laxastofnum, hrygningin í ánum eykst og í kjölfarið geti nýliðun seiða aukist og síðar laxveiðin þegar til lengri tíma litið.“ Rannsóknir í fjórum ám Fiskræktarsjóður Landssambands veiðifélaga hefur veitt styrki til að meta áhrif sleppinga á íslenska laxastofna og hófst verkefnið sumarið 2003 og var unnið af Veiðimálastofnun í samstarfi við nokkur veiðifélög. Markmiðið var að kanna hlutfall laxa sem veiðast eftir merkingu, hvenær þeir end- urveiðist eftir merkingu og hvar þeir veiðast innan árinnar sem utan. Slíkar upplýsingar eru grundvallarupplýsingar vegna fiskveiðistjórnunar í veiðiám þar sem sleppt er laxi auk þess að kanna áhrif á veiðitölur. Verkefn- ið hófst í nokkrum ám en við úr- vinnslu er einkum stuðst við nið- urstöður úr Grímsá, Haffjarðará, Selá og Hofsá í Vopnafirði. Í þess- um fjórum ám voru veiddir 5.204 laxar og af þeim slepptu veiði- menn 2.204 (42,5%) löxum. Af slepptum löxum voru 447 merkt- ir (20,3%) laxa. Af merktum löx- um veiddust 109 laxar aftur (24,4%). Alls 8 laxar veiddust tvisvar sinnum (1,8%). „Tæki“ til veiðistjórnunar Sigurður Már segir að tíminn sem leið frá merkingu laxa að fyrstu endurheimtu hafi verið að meðal- tali 27,5 dagar og tíminn sem leið frá fyrstu að annarri endur- heimtu verið 25,1 dagur að með- altali. „Þessar niðurstöður sýna að laxar sem sleppt er fyrri hluta veiðitímabilsins eru einkum verð- mætir fyrir síðsumarsveiðina í ánum með því að auka fiskafjöld- ann í ánum og hækka með því veiðitölurnar. Á sama hátt eru minni líkur á að lax sem sleppt er seint á veiðitímabilinu veiðist aft- ur. Sleppingar laxa geta verið áhrifarík leið til að auka stærð hrygningarstofnsins í ánum. Að- ferðin hentar vel til veiðistjórnun- ar í þeim tilfellum þar sem hrygningin er talin of lítil og er sennilega hagstæðari en aðrar að- ferðir, t.d. fækkun stanga eða svæðalokun í ánum, en slíkar að- ferðir eru líklegri til að lækka umtalsvert tekjur af veiðinni. Þá gefur „veiða og sleppa“ færi á að velja æskilegan fisk til að velja ákveðna hluta stofnsins og draga úr veiðiálagi. Þetta á t.a.m. við um tveggja ára laxinn í ánum sem talin er standa höllum fæti um þessar mundir. Í þessu sambandi má nefna að sleppingar laxa eru nú notaðar til veiðistjórnunar í fjölmörgum kanadískum ám, en þar í landi er miðað við að tilskil- inn fjöldi hrogna verði eftir í ánum til að nýta sem best bú- svæði þeirra til að viðhalda stofn- inum. Í Rússlandi og á Bret- landseyjum er hátt hlutfall laxa sem sleppt er aftur í stangaveið- inni. Mikilvægt er að góð vit- neskja liggi fyrir um stærð hrygn- ingarstofnanna í veiðiánum,“ seg- ir Sigurður Már Einarsson. Hofsá í Vopnafirði er ein fjögurra veiðiáa þar sem er unnið að rannsóknum á áhrifum sleppinga á laxi. Þessi mynd var tekin á bökkum Hofsár árið 1993 af veiðifélaginu „Postulunum“ með 155 laxa úr ánni. Athyglisverðar rannsóknir á áhrifum sleppinga á laxi Á undanförnum árum hefur færst mjög í vöxt að stangveiðimenn sleppi þeim fiski sem þeir draga að landi úr ám og vötnum. Einkum gild- ir þetta um laxinn. Sleppingarnar eru vissu- lega umdeildar, en engu að síður hafa þær aukist umtalsvert á sllra síðustu árum. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.