Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 24
24 H E I M S Ó K N T I L K Í N A in um hráefnið er mjög hörð og fyrirtækin þarna eru mörg hver að auka afkastagetu sína með stærri verk- smiðjum,“ segir Óttar Már Lítil tæknivæðing í fiskvinnslunni „Almennt má segja að tæknivæðing í fiskvinnslunni í Kína er mjög lítil. Færibönd sér maður ekki og ekki er rennandi vatn tengt inn á vinnslulínurnar. Mannshöndin vinnur allt - fiskurinn og vatn er borið til í bökkum. Vinnslan fer fram í niðurkældu rými og það eru gerðar gríðarlega miklar kröfur um hrein- læti og virkt gæðaeftirlit. Þess er vandlega gætt að ekkert utanaðkomandi geti borist inn í vinnslurnar. Það vakti sérstaklega athygli hve natnir Kínverjarnir voru með hnífana. Nýtingin var með besta móti og varla mátti greina fiskhold á beinunum eftir flökun. Í þeim verksmiðjum sem við skoðuðum var mjög vel að öllum gæðamálum staðið. Bæði úrtaki, skráningu og eins varðandi umgengni. Til að mynda þurftum við að vaða sótthreinsilög upp að öklum áður en við fengum að koma inn í verksmiðjurnar. Hendur okkar voru skoðaðar og neglur klipptar ef ástæða þótti til og síðan baðaðar í klór. Undantekningalaust voru all- ir gestir sem og starfsfólk hulið með hlífðarfatnaði með andlitsgrímurm, hárneti og hettum. Allt kusk var hreinsað af með límborða. Sérstakir gæðaverðir voru við innganga og sáu til þess að starfsmenn og gestir uppfylltu allar kröfur um umgengni.“ Samkeppnishæfnin drifin af ódýru vinnuafli „Ódýrt vinnuafl og lítill fjárfestingarkostnaður veitir Kínverjum gríðarlega mikla samkeppnishæfni, sem er erfitt að keppa við. Laun fiskverkafólks liggja á bilinu 100-150 dollarar á mánuði eða um 6.500- 10.000 íslenskar krónur. Einnig koma til ódýrar fjár- festingar. Til dæmis er byggingarkostnaður á iðnað- arhúsnæði þarna um 4500 kr/m2. Vinnslubúnaðurinn samanstendur aðallega af ryðfríum borðum, rekkum, bökkum og frystitækjum. Það liggur því ekki mikil fjárbinding í þessum verksmiðjum á okkar mæli- kvarða. Það er ljóst að meðan Kínverjarnir eiga greiðan aðgang að ódýru vinnuafli úti í sveitunum, þá er lítil ástæða fyrir þá að fara út í tæknivæðingu. En auðvitað er það svo að það er mikill hagvöxtur í landinu og þegar laun fara almennt að hækka, sem mun án efa gerast með tíð og tíma, þá má reikna með að til komi kröfur um aukna tæknivæðingu í framleiðslunni. Mín tilfinning er þó sú að í það séu enn mörg ár, einfaldlega vegna þess hversu gott að- gengi verður að ódýru vinnuafli. Gríðarlegur mann- fjöldi er úti í sveitunum til þess að vinna þessi störf. Það kom fram að til að byrja með var vinnuaflið sótt rétt út fyrir borgirnar, en með auknum hagvexti og velsæld í borgunum þarf alltaf að sækja eilítið lengra út í sveitirnar til að finna fólk. Starfsmenn í fisk- vinnslunni er aðallega ungt einhleypt fólk af báðum kynjum á aldrinum 22-25 ára. Unga fólkið í sveitun- um er oft og tíðum drifkraftur sívaxandi framleiðslu hvers kyns varnings í borgunum. Það fer tímabundið til borganna og vinnur þar í verksmiðjunum. Yfir- leitt er unnið í fiskiðnaði sex daga vikunnar, 10-12 tíma á dag. Algengt er að þetta fólk vinni samfellt í þrjú til fjögur ár í verksmiðjunum. Þeir peningar sem unga fólkið vinnur sér inn með þessum hætti sendir það almennt heim til fjölskyldna sinna, af um 150 dollara mánaðartekjum eru um 100 dollararÚrvalið af fiskmeti í verslunum er mikið. Myndir: Óttar Már Ingvason. Nýtingin úr handflökuninni er ótrúlega góð, eins og sjá má á þessari mynd. „Þrátt fyrir að fiskeldi Kínverja sé á margan hátt frumstætt, þá getum við sjálfsagt lært ýmislegt af þeim,“ segir Óttar Már. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 24

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.