Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 13
13 L Ý S I Markaðir í Vestur-Evrópu eru einnig mjög stórir og okkur þýð- ingarmiklir, en okkar helsti flöskuháls er sá að hafa hreinlega ekki nægt hráefni.“ Skil ekki hagfræðina Miðað við þorsk- og ufsakvóta landsmanna er verksmiðja Lýsis hf. í dag aðeins að fá til vinnslu um helminginn af þeirri lifur sem henni ætti að geta borist. Katrín Pétursdóttir segir ergilegt að þetta sé raunin. „Sjómenn bera því við að þeir hafi ekki pláss til að hirða lifrina og eða þá ekki tíma þegar aðgerð er á fullu. Þessar skýringar geta vissulega átt rétt á sér, en samt fæ ég ekki dæmið til þess að ganga upp. Í dag greiðum við 30 kr. fyr- ir hvert kg. af þorskalifur og hækkuðum verðið um 8 kr. á ný- liðinni vertíð. Á liðinni vetrarver- tíð fór ufsinn á 25 til 30 kr. á markaðnum. Samt voru menn að henda lifrinni, þó þeir gætu aukið verðmætið um allt að helming. Satt að segja skil ég ekki þessa hagfræði og af hverju menn bera ekki meiri virðingu fyrir um- hverfi sínu og auðlindinni. Hækkun skilaverðs til sjómanna í vetur skilaði vissulega árangri, en þó ekki jafn miklum og við vænt- um.“ Gott fyrir geðið Framleiðsla Lýsis í dag er fjöl- þætt. Á markað fara þorska-, ufsa-, hákarla-, OMEGA og tún- fisklýsi. DHA-fitusýrur þess síð- astnefnda eru mjög eftirsóttar í til dæmis barnamjólk og þykja nauðsynlegar fyrir heilann. Sama gildir um OMEGA-sýrurnar, sem rannsóknir leiða í ljós að hafa já- kvæða virkni á heila, hjarta, liði, geð, húð, augu og sæðisfrumur og vinna gegn minnisleysi og at- hyglisbresti. „OMEGA fiskfitusýrur eru mikið í þorskalýsi og þær höfum við kynnt sérstaklega. Mannslík- aminn hefur mikla þörf fyrir fisk- fitu, okkur er nauðsynlegt að borða minnst tvær feitfiskmáltíð- ir í viku; til dæmis síld, lax eða lúðu. Þó er ég viss um að mjög fáir borða slíkan fisk svo oft og þá getur lýsið komið í staðinn. Rannsóknir sýna sömuleiðis að með reglulegri neyslu lýsis minnka blóðflögurnar sem aftur dregur úr hættunni á blóðtappa. Svona gæti ég haldið lengi áfram og tíundað niðurstöður rannsókna um hollustu lýsis.“ Glaðvær gáfnaljós Katrín Pétursdóttir segir að vissulega geti verið umdeilanlegt hvernig nákvæmlega eigi að skil- greina starfsemi Lýsis hf. „Við störfum í sjávarútvegi, en líka iðnaði og sömuleiðis lyfjafram- leiðslu. Bræðslan getur fallið undir sjávarútveg, hreinsun lýsis er iðnaður og keðjunni er síðan lokað með framleiðslu til neyt- enda og þá erum við komin út í lyfjaframleiðslu. Við breytum lifrinni í lyf. Vissulega er þetta nokkuð flókið ferli og varan er seld á mörgum stigum; það er í tönkum, tunnum, flöskum eða agnarlitlum perlum.“ Við opnun verksmiðju Lýsis í vor vitnaði Katrín Pétursdóttir til þess að í Fjallkirkjunni, hinni miklu skáldsögu Gunnars Gunn- arssonar, segði að fólk frá sjávar- síðunni væri alla jafnara greindara en sveitafólkið - enda hefði fólk í fyrrnefnda hópnum lifað á sauða- fitu en ekki hinir. En er þetta raunin? Hefur Katrín sjálf reynt þetta? Hún hlær þegar spurning- in er borin upp. „Allar rannsóknir í dag benda til þess að lýsi hafi veruleg áhrif á þroska heilans, einbeitingu og geð. Menn hafa reyndar lengi vit- að að þeir sem lifa á fiskfitu væru almennt skarpari og kátari en hinir. Væru glaðvær gáfnaljós. Í mörgum grunnskólum er krökk- um boðið upp á lýsi, því þumal- puttareglan segir að takir þú eina skeið af lýsi á morgnana sért þú í góðum málum.“ Með fangið fullt af hollustu. „Þumalputtareglan segir að takir þú eina skeið af lýsi á morgnana sért þú í góðum málum,“ segir Katrín Pétursdóttir m.a. í viðtalinu. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.