Ægir - 01.06.2005, Síða 20
20
F I S K I S T O F N A R N I R
ana. Ég er að minnsta kosti ekki
tilbúinn að taka undir þau sjónar-
mið að auknar veiðar leiði til þess
að þorskstofninn braggist. Hitt er
annað að fiskifræðin og lífríki
hafsins umhverfis landið er afar
flókin fyrirbæri. Ríkisvaldið og
hagsmunaaðilar þurfa að stórauka
framlög til hafrannsókna til að
efla og bæta þekkingu á fiski-
stofnunum, en aukin vitneskja er
grunnforsenda betri árangurs á
þessu sviði,“ segir Árni Bjarnason.
Stofninn í heild
vigtar minna
„Sóknin í
loðnuna í dag
er óhemju
mikil og ýmis
rök má leiða
að því að
þorskurinn
hafi ekki nægt
æti. Fjöldi
einstaklinga í þorskstofninum er
nú meiri en oft áður en þyngd
hvers einstak-
lings er minni,
sem þýðir að
stofninn í heild vigtar minna,“
segir Gunnar Bragi Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Nýfisks í
Sandgerði. „Ýmsar rannsóknir
hafa verið gerðar sem sýna fram á
náin tengsl stofnstærðar loðnu og
þunga þorskins. Það þarf nú ekki
neina sérfræðinga til að túlka
þetta - við þekkjum þetta frá
okkar eigin umhverfi - meiri
matur þýðir þyngri einstaklinga.
Ein leiðin er sú að fækka einstakl-
ingunum, þ.e. smáþorskinum,
þannig að sá stærri fái meira að
éta. Þetta er sú leið sem andstæð-
ingar kvótakerfisins vilja gjarnan
halda á lofti sem lausn á vandan-
um sem ég skil nú frekar sem
heimatilbúið vandamál, þ.e. of-
veiði loðnunnar og hafi lítið með
sjálft kvótakerfið að gera. Veiði-
regla Hafró hefur verið sú að há-
markssókn í þorskstofninn, það er
fisk fjögurra ára og eldri, skuli
vera 25%, en vegna ýmissa und-
anþágna í kerfinu hefur sóknin
gjarnan verið allt að 40% á ári
hverju. Nú hefur hins vegar verið
lokað fyrir þessar smugur í kerf-
inu þannig að fyrst nú á allra síð-
ustu misserum er veitt eins og
ráðgjöf segir til um. Í raun er
fiskiveiðistjórnunarkerfið fyrst
nú, tuttugu árum eftir að það var
sett á laggirnar, farið að virka eins
og til var ætlast; það er að stýra
sókninni af skynsemi. Við skulum
bíða eftir árangri þess starfs áður
en lengra er haldið - leyfum fisk-
veiðikerfinu að sanna sig og gef-
um þeim einstaklingum sem þá
fjölga sér hratt nóg að éta og
minnkum veiðarnar á loðnunni -
það er þjóðhagslegra hag-
kvæmara,“ segir Gunnar Bragi
Guðmundsson.
Fiskifræði er
ófullkomin
„Ég hef stund-
um sagt að
læknisfræðin
hafi haft
mannslík-
amann á milli
handanna í
mörg þúsund
ár og enn er
margt óþekkt
í honum,
meira að segja
er ekki enn til lækning við kvefi,“
segir Kristján Þ. Davíðsson, for-
stjóri Iceland Seafood ehf. „Fiski-
fræðin er bara rúmlega hundrað
ára og þar eru menn að skoða
flókin og umfangsmikil vistkerfi
niður í hafdjúpunum. Við gerum
kannski of miklar kröfur um ná-
kvæmni rannsóknarniðurstaðna
og ég tel að fiskifræðingarnir eigi
nokkra sök í því og hafi skapað of
miklar væntingar, m.a. með sinni
framsetningu á niðurstöðum. Ég
tel einnig að við eyðum alltof litl-
um fjármunum í rannsóknir, eins
mikilvæg og þekkingin er okkur.
Okkur vantar enn mikla þekk-
ingu, en ég held að það hafi verið
gert eins vel og hægt var og sí-
fellt er að bætast við hana. Það
má heldur ekki einblína á bara
einn stofn, lífkeðjan spilar öll
saman og eitt er háð öðru.
Við þurfum fyrst og fremst að
fara varlega í umgengni við
fjöreggið ef við viljum skila því
heilu til barnanna okkar. Ný
þekking á erfðafræði, reynsla ná-
granna okkar, aðgengi að upplýs-
ingum um atferli fisks með
myndatöku og hafsjór annarra
gagna á að geta nýst okkur til að
betrumbæta bæði rannsóknaað-
ferðir og stjórnun. Það eiga ekki
að vera til heilagar kýr og við
þurfum að skoða þetta allt for-
dómalaust,“ segir Kristján Þ.
Davíðsson.
Hroki Hafró
„Stjórnun
fiskveiða hefur
augljóslega
verið í mikl-
um ógöngum.
Vandinn ligg-
ur í því að
ekki hefur
tekist að sam-
ræma vísindi
og veiðar.
Fiskifræðingar og þeir sem gerst
þekkja til fiskistofna hafa ekki
náð saman sökum hroka þeirra
sem stjórna Hafrannsóknastofn-
un,“ segir Reynir Traustason, rit-
stjóri Mannlífs og fyrrum skip-
stjóri. „Sú var tíðin að við veidd-
um yfir 400 þúsund tonn af
þorski. Þegar svarta skýrslan kom
út á sínum tíma - og maðurinn
greip inn í meinta kreppu þorsk-
stofnsins - var okkur lofað að
þorskveiðar gætu orðið nálægt
350 þúsund tonn á ári, innan
ekki langs tíma. Skrapdagakerfið
sem kom í kjölfar svörtu skýrsl-
unnar þótti ekki duga til friðun-
ar. Þá voru landsmenn blekktir til
að samþykkja kvótakerfið, sem
valdið hefur meiri efnahagslegum
hörmungum á landsbyggðinni og
meðal þeirra sem starfa við sjávar-
útveg en flestar náttúruhamfarir.
Viðvarandi lægð í stærð þorsk-
stofnsins segir allt sem segja þarf
um árangurinn,“ segir Reynir
Traustason.
Erum ekki
á villigötum
„Auðvitað
veldur upp-
bygging
þorskstofnsins
og þróun
veiðiheimilda
úr þessum
mikilvægasta
fiskistofni
miklum von-
brigðum.
Þetta gerist
þrátt fyrir að stjórnvöld hafi til
margra ára farið eftir tillögum
Hafró um uppbyggingu og veiðar
úr þorskstofninum,“ segir Arnar
Sigurmundsson, formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva. „Við höf-
um ekki verið á villigötum, en
þessi niðurstaða sýnir að vísindin
og þekkingin eru þrátt fyrir allt
afar ófullkomin og við eigum
mikið ólært í þessum efnum. Ég
Kristján Þ.
Davíðsson.
Arnar
Sigurmundsson.
Gunnar Bragi
Guðmundsson.
Reynir Traustson.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 20