Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 34

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 34
34 B Á TA - O G S K I PA S A G A N mér einkar vel þegar ég leitaði til þeirra og fékk hjá þeim málningu á allt skipið. Ég skrifaði m.a. samgöngu- ráðuneytinu og óskaði eftir stuðn- ingi, en fékk ekki. Ráðuneytið skildi einfaldlega ekki erindið. Þar á bæ gátu menn ekki skilið að bátur væri menningartengd ferða- þjónusta.“ Þorvaldur segist ekki hafa hug- mynd um hversu mikla fjármuni hann hafi lagt í skipið, en örugg- lega séu það einhverjir tugir milljóna. Vandað til verka Það fer ekkert á milli mála þegar gengið er um vistarverur Húna II að þúsundir vinnustunda liggja í endurbótum á honum. Elja og dugnaður Þorvaldar er öllum ljós sem gengur um skipið. Vistarver- urnar eru sérlega vel heppnaðar, hvort sem er koníaksstofan eða aðalsalurinn niðri í lest. Á meðan ég staldra við um borð í Húna fær hann nokkrar fyrirspurnir í gegn- um síma um mögulegar sjóferðir með hópa og sömuleiðis kemur Akureyringur og spyr hvort mögulegt væri að fá tveggja tíma túr út á Eyjafjörð með 20 manna hóp eða svo. Þorvaldur svarar því að sjálfsögðu játandi. Upp á vegg gefur að líta ótal margt sem minnir á gamla daga - tæki, ljósmyndir og margt fleira. Húni II er í aðra röndina safn um liðna tíð. „Mér líst mjög vel á þau áform að Akureyringar eignist þetta skip og hér verði framtíðarstaður þess. Til dæmis held ég að vel færi á því að reka hér veitinga- stað, t.d. hluta úr ári. Það er mjög mikilvægt að skipið sé sýnilegt ferðafólki og bæjarbúum og með því að vera hér við Torfunefs- bryggju er það fyrir allra augum. Mér líst mjög vel á að skipið verði varðveitt sem einskonar safn hér í bænum. Þá geta vonandi þeir þurrkað tárin sem enn gráta Snæfellið. Þrátt fyrir að þetta hafi ekki alltaf verið dans á rósum, þá sé ég ekki eftir einni mínútu sem í þennan bát hefur farið. Verði bát- urinn varðveittur, þá er tilgangi mínum náð,“ segir Þorvaldur. En hvað skyldi Þorvaldur taka sér fyrir hendur verði Húna fund- inn framtíðarstaður á Akureyri og heimamenn kaupi hann? „Já, þetta er ansi erfið spurning. Ætli ég finni mér ekki eitthvað annað að gera. Reyndar á ég annan bát, sem er einn af þeim átta bátum sem Happdrætti DAS lét smíða í Dröfn í Hafnarfirði. Ég er að hugsa um að laga þennan bát og nota hann mér til yndis í ellinni,“ segir Þorvaldur. Stórmerkilegur bátur Þorsteinn Pétursson á Akureyri, sem oftast er þekktur sem Steini pé lögga, hefur gengið hvað harð- ast fram í því að koma á fót holl- vinasamtökum sem hafi að mark- miði að Húni II verði staðsettur í framtíðinni á Akureyri og Akur- eyringar eignist hann. Haldinn hefur verið undirbúningsfundur og hafa viðbrögð verið einkar góð. Þorsteinn er bjartsýnn á að af Húni var á sínum tíma smíðaður fyrir Hákon Magnússon, skipstjóra á Skagaströnd, og Björn Pálsson, fyrrverandi alþingismann og bónda á Löngumýri. Ýmislegt er minnir á liðna tíð er að finna um borð í Húna - t.d. síldarárin, en fyrstu árin var skipið gert út á síldveiðar. Þetta rými kalla þau hjónin koníaksstofuna. Þarna er sögu skipsins gerð vegleg skil í máli og myndum. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.