Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 11
11
G R U N DA R F J Ö R Ð U R
„Við viljum að sjálfsögðu líka
halda því fram að góð þjónusta
hafi skilað þessari aukningu. Við
leggjum mikla áherslu á að þjón-
usta skipin vel og það skilar sér
alveg örugglega. Það er mjög
mikið um landanir í gáma og
skip Brims hafa verið að leggja
upp karfa hjá Guðmundi Run-
ólfssyni hf. Einnig hafa tvö minni
skip hér, sem Samherji er með á
leigu, landað hér og aflanum er
síðan ekið norður á Dalvík og alla
leið austur á Stöðvarfjörð,“ segir
Eyþór.
Tíu skemmtiferðaskip í sumar
Í ár hafa tíu skemmtiferðaskip
viðkomu í Grundarfirði og að
sjálfsögðu setja ferðamennirnir
svip á bæjarlífið. Hluti gestanna
skoðar plássið og nýtir sér þjón-
ustu Grundfirðinga, en einnig er
fólkinu ekið í rútum um ná-
grennið, m.a. út í Snæfellsþjóð-
garðinn, í Bjarnarhöfn og Stykk-
ishólm. Viðkoma skemmtiferða-
skipanna er vaxandi þáttur í starf-
semi hafnarinnar, sem er beinn
ávöxtur bættra hafnarskilyrða.
Flest skipin leggjast að bryggju,
en einnig liggja þau við akkeri
rétt fyrir utan höfnina. „Þetta eru
ívíð færri skip en í fyrra, en þau
eru hins vegar stærri,“ segir Ey-
þór.
Ýmis önnur skip hafa komið til
Grundafjarðar í sumar og nefnir
Eyþór í því sambandi 56 metra
langa skútu sem hafði þar við-
komu í byrjun júlí.
Þreifa sig áfram í utankvóta-
tegundum
Mikill kraftur er almennt í sjávar-
útveginum í Grundarfirði. Nóg
er að gera hjá Guðmundi Run-
ólfssyni hf. í karfavinnslunni,
saltfiskurinn er á fullu hjá Soffan-
íasi Cecilssyni, rækjuvinnslan hjá
Fiskiðjunni-Skagfirðingi og ýmis
minni sjávarútvegsfyrirtæki eru
að gera það gott. Eyþór nefnir að
til viðbótar séu menn að þreifa
sig áfram í heldur óhefðbundnum
veiðum frá Grundarfirði og nefnir
hann í því samband bæði veiðar á
kuðungi og sæbjúgum. Þrír bátar
stunda nú kuðungsveiðar frá
Grundarfirði, en hann er veiddur
í gildrur út um allan Breiðafjörð.
Eyþór segir þessar veiðar fara
bærilega vel af stað og lofa nokk-
uð góðu. Keypt hefur verið verk-
smiðja í Stykkishólmi til þess að
vinna kuðunginn og hún hefur
verið flutt til Grundarfjarðar.
Þessi umsetning er að skapa
nokkur ný störf á staðnum.
Sama er að segja um sæbjúgun,
en tveir bátar eru á þeim veiðum
og hafa þær einnig farið nokkuð
bærilega af stað. Sæbjúgun eru
unnin á vegum fyrirtækisins
Reykofnsins, sem er til húsa í
húsnæði Fiskiðjunnar Skagfirð-
ings.
Eyþór segir að öll þessi umsetn-
ing í sjávarútveginum geri það að
verkum að allir skólakrakkar sem
vilji á annað borð vinna geti feng-
ið næga vinnu. „Almennt er
óhætt að segja að hér sé mjög
mikið að gera, sem er auðvitað
hið besta mál,“ segir Eyþór Garð-
arsson.
Gríðarleg aukning í
lönduðum afla í Grundarfirði
- nokkrir bátar gerðir út frá Grundarði á kuðungs- og sæbjúgnaveiðar
Það er óhætt að segja að mikill vöxtur hafi ver-
ið í lönduðum afla í Grundarfjarðarhöfn á
þessu ári. Núna um mitt ár er aflinn sem kom-
inn er á land í Grundarfirði mjög ámóta og
allt síðasta ári. Eyþór Garðarsson, hafnarvörð-
ur, segir engan vafa á því að lenging hafnar-
garðsins fyrir nokkrum árum og dýpkun hafn-
arinnar jafnhliða, ásamt markvissri markaðs-
setningu hafnarinnar, hafi skilað stóraukinni
umferð um höfnina á síðustu tveimur til
þremur árum.
Verulega aukin umsetning er í
Grundarfjarðarhöfn miðað við
síðasta ár. Hafnarvörðurinn
þakkar þetta hafnarúrbótum
og markvissri markaðs-
setnimngu hafnarinnar. Hér er
Sóley SH, skip Soffaníasar
Cecilssonar hf. , við bryggju í
Grundarfirði.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 11