Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 29
29 G R Í M S E Y þorskafla. Þvert á móti. Vertíðin í vetur var mjög góð og ég verð að segja að í ljósi hennar átti ég alls ekki von á skerðingu. En maður skyldi ætla að vísindamennirnir hafi meira vit á þessu en við trillukarlarnir. Hitt er svo annað mál að mér finnst að þeir mættu hafa samráð við okkur sem erum dags daglega í nálægð við fiski- miðin og höfum samanburð frá ári til árs. En sjálfsagt segja vís- indamennirnir að þeir geti fengið allar þessar upplýsingar úr afla- dagbókum,“ segir Gylfi, en hann man tímana tvenna í fiskifræðun- um við Grímsey - hefur enda ver- ið á sjó í rétt tæp fjörutíu ár. Gott mannlíf í Grímsey Gylfi lætur vel af mannlífinu í Grímsey. Hann segir Grímsey- inga hafa verið duglega að styrkja kvótastöðuna og því sé nóg að gera í eynni. Athygli vekur að Grímseyingum hefur haldist vel á unga fólkinu og því hefur ekki verið að fækka í eynni. Þvert á móti hefur heldur verið að fjölga og ekki sakar að nú mun ein af ungu konunum í Grímsey eiga von á tvíburum. Gylfi segir að börnin í Grímsey alist upp við það að vinna. „Þau eru ekki alin upp á stofnunum, heldur taka þau strax virkan þátt í atvinnu- og mannlífinu í eynni. „Krakkar eru í vinnu sem tengist sjónum - línuuppstokkun, að salta fisk og fleira. Og strákar eru oft að fara á sjó um og upp úr fermingu,“ seg- ir Gylfi Gunnarsson. Gylfi Gunnarsson segir mannlíf gott í Grímsey og samfélagið búi við þá gæfu að unga fólkið vilji búa í eynni. Ný og stærri Hafborg gerð út frá Grímsey Þeir bræður Guðlaugur Óli og Sig- urður Þorlákssynir hafa fest kaup á Stapavík AK-132 og munu gera hana út frá Grímsey undir nafninu Haf- borg EA-152. Stapavíkin kemur í stað gömlu Hafborgar, sem verður seld. Nýja Hafborgin verður gerð út á net og snurvoð eins og sú gamla. Gamla Hafborgin er tæp 10 brúttórúmlestir, en nýja Hafborgin er 48 brúttórúmlestir. Hún er 17 metra löng og 4,8 metra breið. Horft yfir höfnina í Grímsey og fjær er hluti byggðarinnar í eynni. Myndir: Hulda Signý Gylfadóttir. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.