Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 26
26 H E I M S Ó K N T I L K Í N A mennasta ríki veraldar, en þar búa yfir 1,3 milljarðar manna. „Það var mjög lærdómsríkt að fá tækifæri til að kynnast þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem á sér stað í landinu og hvaða tækifæri og ógnanir gætu verið því samfara. Það er ljóst að það eru mikil tæki- færi í Kína, þarna er framleiðslukostnaður með því lægsta sem gerist í heiminum. Það eru einnig tæki- færi til staðar á innri mörkuðum Kína, því auðvitað er það svo að í svo fjölmennu og stóru ríki er alltaf stór hópur fólks sem hefur mikinn kaupmátt og sá hópur fer ört stækkandi í takt við aukinn hagvöxt og uppbyggingu í landinu. Þess ber þó að geta að það þarf að fara afar varlega í fjárfestingar í Kína og það ættu menn ekki að reyna nema hafa skýra stefnu.“ Aðgerðarleysi okkar helsta ógnun „Það eru klárlega tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg fólgin í samvinnu við Kínverja. Í einhverjum tilfell- um getur verið hagkvæmt að vinna íslenskan fisk. Það er hins vegar langt í frá að vera svar við öllu. Stóru tækifærin gætu frekar falist í samstarfi eða fjár- festingum í Kína, bæði í framleiðslu inn á innlenda markaði sem og til útflutnings á sviði tækni og þjón- ustu. Ég sé fyrir mér að kínverskur iðnaður eigi eftir að láta verulega að sér kveða á næstu árum í viðskipt- um og veita vestrænum fyrirtækjum erfiðri sam- keppni. Sú ógn sem íslenskum sjávarútvegi stafar af samkeppni frá Kína er að mínu mati helst aðgerðar- leysi - að sitja hjá og bíða. Það er vert að hafa í huga að með ógnunum felast líka tækifæri. Það er stað- reynd að mörg alþjóða fyrirtæki hafa mörg hver tekið þá afstöðu að fjárfesta í Kína frekar en reyna að keppa við þá þróun sem þar á sér stað. Kína hefur alla tíð verið stórveldi, ef kannski eru undanskilin síðustu hundrað ár. En það má segja sem svo að nú er Kína að vakna til lífsins á ný, á því leikur enginn vafi. Sú uppbygging sem nú er hafin í Kína verður ekki stöðvuð. Þvert á móti er alveg fyrirséð að hún muni færast í aukana á komandi misserum,“ segir Óttar Már Ingvason „Vegna veðurfars og landfræðilegra aðstæðna geta þeir alið fisk með mjög litlum kostnaði. Þetta er eitthvað sem íslenskur sjávarútvegur þarf að keppa við á mörkuðum erlendis,“ segir Óttar Már. Hreinlætið er gríðarlegt í fiskvinnslufyrirtækjunum í Kína og yfirbragð starfsmanna engu líkara en þeir séu starfandi á skurðstofum spítala Vöruframboð í stórverslunum borganna virðist vera mjög mikið og verðlag almennt afar hagstætt. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.