Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 15
mér, en flest árin eru þetta í kringum 60 manns.“ Á siglingu í Miðjarðarhafinu Benedikt segir að töluvert sé um að fólk eigi litla vélbáta, en minna sé um skútueign. „Ég gæti trúað því að það séu eitthvað ná- lægt 100 skútum hér í Reykjavík og nágrenni og eitthvað er líka til af þeim fyrir norðan. Mér er kunnugt um að fólk hafi tekið sig saman, 3-5 aðilar, um að kaupa skútur sem það geymir í Miðjarð- arhafinu og skiptist á að fara þangað niðureftir og sigla. Einnig er töluvert um að fólk leigi sér skútu tímabundið erlendis, t.d. í sínum sumarleyfum, og verji þeim til siglinga.“ Benedikt segir að ástæða sé til þess að vekja á því athygli að það færist í vöxt að skútueigendur geri kröfur til þeirra sem vilja leigja skútur eða skemmtibáta um að sýna fram á að þeir hafi farið í gegnum tilskilið siglinga- próf. „Þetta hefur aukist mjög í t.d. Miðjarðarhafinu og því er full ástæða fyrir fólk sem vill sigla að fara í gegnum siglinganám og fá þannig viðurkennt alþjóðaskír- teini.“ Fleiri en einn þyrftu að hafa grunnþekkingu í siglingum Benedikt orðar það svo að alltof lítið sé um konur í siglinganámi. „Því miður sækja alltof fáar konur í þetta. Á því kann ég enga skýr- ingu, enda er þetta ekkert síður fyrir konur en karla. Ég vek gjarnan athygli á því að þegar hjón eru um borð er það yfirleitt karlinn sem veit hvað á að gera og hvernig eigi að bregðast við ef eitthvað út af ber. Konan veit hins vegar ekkert hvað á að gera. Þetta er bagalegt því auðvitað er það svo að það getur alltaf eitt- hvað komið fyrir og þá er nauð- synlegt að í það minnsta tveir séu um borð sem hafi nauðsynlega þekkingu til siglinga. Segjum sem svo að það myndi gerast að hjón væru um borð í skemmtibáti og eiginmaðurinn sem kynni skil á öllu félli fyrir borð. Hvað gerir þá konan? Kann hún að koma manninum til hjálpar? Ég kasta þessu fram vegna þess að ég veit að töluvert er um það að hjón eigi skútu eða skemmtibát og sigli saman, en aðeins eiginmaðurinn kann grundvallaratriðin í sigl- ingafræðum, skyndihjálp og fleiru. Ég veit um dæmi þess að þrennt var að sigla á Eyrarsundi á skútu í tengslum við vígslu brú- arinnar þar yfir - hjón og ein kona. Eitthvað kom upp á þannig að maðurinn féll fyrir borð. Kon- urnar voru ráðalausar því þær vissu ekki hvernig átti að bregð- ast við og því drukknaði þessi maður, en hann var ekki í björg- unarvesti. Annað dæmi svipað þekki ég úr Miðjarðarhafinu. Þessi dæmi staðfesta hversu mik- ilvægt það er að fleiri en einn um borð hafi yfir að ráða nauðsynlegri þekkingu á því hvernig eigi að sigla.“ Að sigla eftir himintunglum Á námskeiðunum í Siglingaskól- anum er kennt fjölmargt sem kemur siglingafólki að notum. Vitanlega er áhersla á siglinga- fræði og siglingareglur. Þá er mikið lagt upp úr kennslu í stöð- ugleika skipa, ekki síst fyrir þá sem hafa atvinnu af sjósókn. Kennd er skyndihjálp og til við- bótar sækja nemendur björgunar- og öryggisnámskeið í Slysavarna- skóla sjómanna. „Við bjóðum líka upp á framhaldsnámskeið, til dæmis í siglingafræði. Og þá er sérstaklega kennd sjósókn á út- hafinu, þar sem aðstæður eru allt aðrar en rétt undan landi. Sumir nemendur óska eftir að læra að sigla eftir sextant og himintungl- unum og það getur komið sér mjög vel ef fólk lendir í erfiðum aðstæðum sem geri það að verk- um að tæki um borð klikka. Ég þekki dæmi um þetta af manni sem fór einmitt í gegnum nám- skeið hér í Siglingaskólanum. Hann sigldi skútu, sem hann keypti í Bandaríkjunum, hingað heim til Íslands. Við Nýfundna- land lenti hann í mjög erfiðum aðstæðum, eins og algengt er á þessum slóðum, enda mætist þarna hlýr og kaldur sjór. Skútan laskaðist verulega og tæki urðu óvirk, sem þýddi það að hann missti allt samband við umheim- inn. Maðurinn var um tíma tal- inn af, en hann kom sem betur fer fram nokkru síðar og skilaði sér til Vestmannaeyja. Það sem bjargaði manninum var að hann kunni skil á því að sigla eftir himintunglunum. Hann tók sem sagt stefnuna út frá Pólstjörn- unni, sem er nálægt Pólnum, og því taldi hann sig vera nokkuð öruggur á því hvert hann var að fara. Þekking mannsins á úthafs- siglingum kom honum þannig að góðum notum,“ segir Benedikt. Hér á landi er ekki til mjög mikið af skútum, sem kann að skýrast af heldur óstöðugu veðri hér á norðurhjara. Hér má þó sjá glæsilega skútu - Gógó - sem Knútur Karlsson á Akureyri á og gerir út. Gógó liggur jafnan við Torfunefs- bryggjuna á Akureyri. 15 S I G L I N G A N Á M aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.