Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 17
17
F I S K I S T O F N A R N I R
vegna slakrar nýliðunar, en þrír af
fjórum yngstu árgöngunum eru
metnir undir meðallagi, þ.m.t.
árgangur 2001 sem er einn sá
minnsti sem fram hefur komið á
undanförnum áratugum. „Þá er
eðlilegt að gera ráð fyrir hægum
vexti þorsksins vegna lítils að-
gengis að loðnu undanfarin miss-
eri. Meðalþyngd og veiðimynstur
eins og það var árið 2004 gefur
um 1,6 kg hámarksafrakstur á
nýliða þannig að samkvæmt því
getur árgangur 2001 mest gefið
110 þús. tonna afla og árgangar
2002- 2004 um 190 þús. tonna
afla. Ef miðað er við meðalvöxt
síðustu 30 ára og sama veiði-
mynstur, er afrakstur á nýliða um
1,8 kg. Að því gefnu gætu ár-
gangar 2002-2004 gefið um 215
þús. tonna afla,“ segir m.a. í
ástandsskýrslunni.
Ýsustofninn vex áfram
Á síðasta almanaksári veiddust 85
þúsund tonn af ýsu, sem er það
mesta síðan árið 1965 - eða í um
fjörutíu ár. Hafró hafði lagt til 90
þúsund tonna aflahámark og er
veiðin því nokkuð í samræmi við
þá ráðgjöf. Á fyrstu átta mánuð-
um þessa fiskveiðiárs er áfram
aukin sókn í ýsuna. Á síðasta ári
voru um 59% ýsuaflans veidd í
botnvörpu og 29% á línu. Hlut-
deild ýsuafla á línu hefur verið
um og yfir 30% síðan 1999 en
var 10-15% á árunum 1982-
1997. Ýsuaflinn fyrir Norður- og
Austurlandi hefur aukist mjög á
síðustu misserum sem skýrist
væntanlega af hlýnandi sjó á þess-
um svæðum.
Uppistaðan í ýsuafla liðins ár
var 4-6 ára ýsa (árgangar 1998-
2000) sem var 83% aflans í
þyngd og 84% í fjölda. Þriggja
ára ýsa (árgangur 2001) var ein-
ungis 8% í fjölda og 5% í þyngd,
en 2001 árgangurinn er mun
minni en aðrir árgangar síðari ára.
Stærð veiðistofns ýsu var í byrj-
un þessa árs metinn um 270 þús-
und tonn, en samkvæmt stofn-
mælingu síðasta haust er veiði-
stofninn metinn um 220 þúsund
tonn.
Allar niðurstöður benda til að
ýsustofninn sé mjög stór og muni
stækka enn frekar á næstu árum.
Árgangar 2002 og 2003 eru t.d.
mjög stórir, einkum árgangur
2003 sem er metinn meira en
tvöfalt stærri en nokkur árgangur
sem hefur sést frá því stofnmæl-
ingin í mars hófst árið 1985. Síð-
an 1998 eru fimm af sjö árgöng-
um taldir stórir, en slíkt er mjög
óvenjulegt. Aukin nýliðun er
m.a. talin stafa af hlýjum sjó fyrir
norðan land og því að verulegur
hluti árganga 1998-2004 hefur
alist upp á grunnslóð norðan
lands en þar hafa litlar togveiðar
verið stundaðar á undanförnum
árum.
Að mati Hafró verður veiði-
stofn ýsu kominn í um 415 þús-
und tonn í byrjun næsta árs, þar
af er 2003 árgangurinn um 150
þúsund tonn. Miðað við haust-
stofnmatsmælingar er veiðistofn-
inn metinn um 290 þúsund tonn.
Hafró lagði til 105 þúsund
tonna hámarksafla í ýsu á næsta
fiskveiðiári og það staðfesti sjáv-
arútvegsráðherra þegar hann gaf
út heildaraflamark fyrir komandi
fiskveiðiár.
Ufsinn réttir úr kútnum
Ufsastofninn hafði verulega látið
á sjá fyrir nokkrum árum og veið-
in hafði hrapað. Hins vegar virð-
ist stofninn vera eilítið að rétta úr
kútnum. Árgangar 1998 og 1999
voru yfir meðallagi og árgangur
2000 með stærstu árgöngum.
Hins vegar er árgangur 2001
metinn lítill. Töluverðrar óvissu
gætir um stærð árganga síðustu
ára og því leggur Hafró til að
ákveðinnar varúðar verði áfram
gætt í sókn í ufsann.
Á síðasta ári var ufsaaflinn tæp
65 þúsund tonn, að meðtöldum
1.700 tonna áætluðum aukaafla
við kolmunnaveiðar Íslendinga,
sem var um fjórðungs aukning frá
fyrra ári. Á árunum 1998-2001
var ufsaaflinn rétt ríflega 30 þús.
tonn, sem er minnsti ufsaafli á Ís-
landsmiðum frá því í síðari
heimsstyrjöld. Afli á fiskveiðiár-
inu 2003/04 var um 56 þúsund
tonn, sem var sex þúsund tonnum
umfram heildaraflamark.
Hafró segir að ef aflinn á yfir-
standandi ári verði ríflega heild-
araflamark fiskveiðiársins
2004/05 eða um 75 þúsund tonn,
megi reikna með að veiðistofn
ufsa í ársbyrjun 2006 verði um
298 þús. tonn og að hrygningar-
stofn verði um 115 þús. tonn.
Hafró lagði til að sókn í ufsa-
stofninn færi ekki yfir 80 þúsund
tonn og það var sú tala sem sjáv-
arútvegsráðherra staldraði við við
ákvörðun heildaraflamarks.
Margar spurningar um karfann
Ljóst er af mælingum að karfa-
stofnarnir eru ennþá í mikilli
lægð og svo virðist sem þeir eigi
langt í land með að rétta úr kútn-
um. Í því ljósi er hefur sjávarút-
vegsráðuneytið ákveðið að karfa-
kvótinn verði ekki nema 57 þús-
und tonn á næsta fiskveiðiári.
Tegund Lestir
Þorskur 198.000
Karfi 57.000
Ýsa 105.000
Ufsi 80.000
Grálúða 15.000
Steinbítur 13.000
Skrápflúra 3.500
Skarkoli 5.000
Sandkoli 4.000
Keila 3.500
Langa 5.000
Þykkvalúra 1.800
Skötuselur 2.500
Langlúra 2.400
Ísl. sumargotssíld 110.000
Úthafsrækja 10.000
Humar 1.800
Rækja Arnarfjörður 300
Leyfilegur hámarksafli fiskveiðiárið
2005-2006
Blikur hafa verið á lofti með karfastofnana og er það mat vísindamanna að áfram
verði að fara gætilega með sókn í karfann.
Grálúðuafli á sóknareiningu hefur verið
að dragast mjög saman á undanförnum
misserum og hafa menn áhyggjur af
stöðu stofnsins.
aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 17