Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 30
30 L A X V E I Ð I Samkvæmt veiðitölum skilar lax, sem dvelur lengur í sjó en tvö ár, sér með minnsta móti til baka í árnar og hafa vísindamenn bent á þá hættu sem þetta ástand geti skapað hvað varðar erfðabreyti- leika laxastofna. Þess vegna er það mat veiðifélaga að beri að gæta varúðar í umgengni við nýtingu á laxi. Áhyggjufullir veiðimenn Margoft hafa komið fram áhyggj- ur veiðifélaga af mögulegri blöndun norskra eldislaxa við hinn villta íslenska laxastofn. Þessi mál voru tekin upp á aðal- fundi Landssambands veiðifélaga. Í samþykkt fundarins er minnt á að nauðsynlegt sé að hafa öflugt eftirlit með eldi norskra laxa í sjó. „Sá stutti tími sem liðinn er frá því að stórfellt sjókvíaeldi hófst við strendur landsins getur ekki talist marktæk reynsla á það í hvaða mæli laxar sleppa úr kvíum og hvort þeir koma til með að ganga til hrygningar í laxveiði- árnar og blandast staðbundum stofnum. Fundurinn skorar á landbúnaðarráðherra að nýta heimildir í lögum til að setja reglur um stærðarmörk eldis á þeim svæðum þar sem heimilt er að ala lax í kvíum,“ segir í sam- þykkt aðalfundar Landssambands veiðifélaga og jafnframt er ítrek- uð nauðsyn þess að vinna að þró- un geldstofns laxa ef leyfa eigi eldi framandi laxastofna í hafinu við landið. „Tjón sem verður af völdum erfðamengunar eldislaxa í íslenskum ám verður ekki bætt. Minnt skal á að hlunnindi af laxi eru tugmilljarða virði og að eldis- fyrirtækjunum er ekki gert skylt að taka tryggingar til að bæta það tjón sem þau kunna að valda að þessu leyti með starfsemi sinni,“ segir ennfremur í samþykkt aðal- fundarins. Þarf að auka rannsóknir Á aðalfundi Landssambands veiðifélaga var einnig rætt um nauðsyn þess að auka fjárframlög til rannsókna og þróunarstarfs á fiskistofnum í ám og vötnum og var í því sambandi bent á að á ár- inu 2004 hafi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tekið saman viða- mikla skýrslu um verðmæti stangveiði í ám og vötnum, sem hafi leitt í ljós að um 55 - 60 þús- und Íslendingar stundi stangveiði í ám og vötnum og að hingað sæki um 5 þúsund erlendir veiði- menn árlega. Heildarvelta auð- lindarinnar sé um 7 milljarðar á ári og beint árlegt framlag hennar á milli 2,6 og 3,2 milljarðar. Í landinu eru um 2000 veiði- réttarhafar sem eiga aðild að veiðifélögum. Flestir veiðiréttar- hafar eru bændur. Á Vesturlandi eru tekjur þeirra taldar um helm- ingur af heildartekjum landbún- aðar. Samkvæmt niðurstöðum Veiði- málastofnunar er líffræðileg staða lax- og silungastofna almennt í góðu lagi hér á landi og nýting innan þeirra marka að hún geti talist sjálfbær. Hins vegar telur stofnunin að stöðug fækkun stór- laxa sé áhyggjuefni, enda komi hún niður á hrognafjölda og geti til lengri tíma litið leitt til þess að hrygning verði takmarkandi þáttur varðandi stofnstærð og af- komu laxastofna. Stangveiðimenn eru sem fyrr áhyggjufullir yfir mögulegri blöndun norska eldislaxins við villta íslenska laxinn. Landssamband veiðifélaga: Kallar eftir virku eftirliti með eldi norskra laxa Á undanförnum árum hefur verið mikil um- ræða um nauðsyn þess að hlífa stórlöxum og aðalfundur Landssambands veiðifélaga í Borg- arnesi í júní sl. ályktaði að brýnt væri að gæta varúðar vegna mikillar niðursveiflu í endur- heimtum á stórlaxi á undanförnum tuttugu árum og er því beint til veiðifélaga að gera það sem í þeirra valdi standi til þess að stórlaxin- um verði sleppt eins og kostur er. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 30

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.