Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 19
19 Meiri veiði stækk- ar ekki stofninn „Þorskstofn- inn hefur ver- ið ofveiddur um áratuga skeið,“ segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmda- stjóri LÍÚ. Hann bendir á að þorskstofn- inn hafi verið talinn um 2.300 þúsund tonn árið 1955 og hrygningarstofninn rúmlega 900 þúsund tonn. Árið 1984 hafi stofninn aðeins 900 þúsund tonn og hrygningarstofn- inn um 150 þúsund tonn. „Síðustu tuttugu árin hefur flest ár verið veitt umfram ráðgjöf Hafró, á síðari árum aðallega vegna linkindar stjórnvalda við að takmarka veiðar svokallaðra smá- báta, aldurssamsetning stofnsins hefur breyst mikið til hins verra, ofmat á stofninum hefur átt sér stað, afrán hvala hefur stóraukist bæði á þorski og loðnu, út- breiðslusvæði loðnunnar hefur breyst á síðustu árum og Græn- landsgöngur þorsks hafa ekki ver- ið til staðar. Lítið hefur því miðað við uppbyggingu þorskstofnsins en á sama hátt má fullyrða að með þeirri stjórn sem þó hefur verið beitt hefur tekist að forða því að enn verr færi.“ Friðrik minnir á að venju sam- kvæmt hafi margir komið með yfirlýsingar um að hin bága staða þorskstofnsins sé kvótakerfinu að kenna. Ætla megi ætla að þeir hinir sömu telji sóknarstýringu búa til meiri fisk. Hvorugt kerfið búi þó til fisk. Það sé því hvorki kvótakerfinu að kenna hvernig staða þorskstofnsins er né því að þakka að ýsustofninn stefni í að verða meira en þrefalt stærri á næsta ári en þegar við tókum upp kvótakerfið. „Við notum kvótakerfið til að hafa sem mest út úr því sem ákveðið er að veiða og yfirburðir aflamarkskerfis fram yfir sóknar- mark í efnahagslegu tilliti eru ótvíræðir. Það virðist borin von að ákveðnir aðilar taki augljósum rökum og ekki ástæða til að fjarg- virðast yfir því. Spurningin er hinsvegar sú hvaða möguleikar í stöðunni séu færir. Ljóst er að meiri veiði stækkar ekki stofninn þótt til séu þeir sem því trúa. Lít- ið gagnar að skjóta sendiboðana og því virðist því miður að við verðum enn um sinn að þreyja þorrann og góuna og uppbygging þorskstofnsins er langtímaverk- efni.“ Það sem þarf að breyta er að tryggja nýtingarrétt þeirra sem eiga aflahlutdeildirnar, heldur Friðrik áfram. „Það er grundvall- aratriði að menn búi við stöðug- leika og að þeir sem eiga nýting- arréttinn séu tryggir um að sá réttur verði ekki tekinn af þeim eins og því miður hefur verið tíðkað. Ef þarf að skerða veiði- heimildir tímabundið þarf að vera klárt að þeir sem taka á sig skerð- ingar njóti ávaxtanna. Þetta þarf að vera eins og þegar menn leggja peninga í banka þá eru þeir klárir á því að fá vextina og vita að bankastjórinn hirðir ekki af inni- stæðunni til að færa þeim sem eru honum þóknanlegi,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Þurfum að auka hafrannsóknir „Það er loksins núna sem stjórnvöld hafa lokað fyrir þær leiðir sem gerðu einstaka aðilum kleyft að veiða langt umfram heim- ildir og leyfi- legan há- marksafla, svo numið hefur þúsundum tonna,“ segir Árni Bjarnason, forseti Far- manna og fiskimannasambands Íslands. „Þar á ég sérstaklega við smábátana. Þetta tel ég að hafi verið löngu tímabært og vil í framhaldinu sjá hvaða árangri hóf- stilltari og takmarkaðri sókn í fiskistofnana skilar okkur áður en gripið verður til annarra ráðstaf- F I S K I S T O F N A R N I R Ekki tekist að samræma veiðar og vísindi Munu göt í stjórnkerfi fiskveiða, sem nú hefur verið stoppað í, þýða að þorskstofninn rétti úr kútnum, nú þegar veitt verður í takt við ráðgjöf Hafró? Hefur þorskurinn ekki nægilegt æti vegna mikillar loðnuveiði og þarf að auka hafrannsóknir til muna, í samræmi við ófullkomna þekkingu okkar á fiskistofnum og lífríki hafsins? Þessum sjónarmiðum vörpuðu viðmælendur Ægis fram, en blaðið ræddi við nokkra sem vel þekkja til í sjávarútvegi vegna ákvörðunar um leyfilegan afla næsta fiskveiðiárs. Spurningarnar voru hvort menn hefðu verið á villigötum í uppbyggingu þorskstofnsins undanfarin ár og hvort stjórnvöld ættu að halda áfram á sömu braut eða fara nýjar leiðir í stjórnun fiskveiða og uppbyggingu fiskistofna. Friðrik J. Arngrímsson. Árni Bjarnason. Viðtöl: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.