Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2007, Qupperneq 25

Ægir - 01.11.2007, Qupperneq 25
25 Á 43. þingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 29. og 30. nóvember sl. er í ályktun lýst yfir þungum áhyggjum „af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í langan tíma og farin er að hafa veru- lega neikvæð áhrif á stöðu skipstjórnarmanna á fiskiskip- um.“ Ýmsar samverkandi ástæður eru sagðar hafa leitt til þess að starfsumhverfi stéttarinnar hafi ekki það aðdráttarafl sem dugi til að laða unga efnismenn inn á þetta svið. „Minnkandi launamunur milli þeirra sem stunda sjó- mennsku og ýmissa starfs- greina í landi er ein ástæða þessa að færri en áður sýna áhuga á sjómennsku. Svipt- ingar í þróun gengis íslensku krónunnar valda því að allan stöðugleika vantar og óvissa um kjör sjómanna frá einum tíma til annars er meiri en svo að við sé unað. Þingið krefst þess að stjórnvöld bregðist við þessu ófremdarástandi með afgerandi hætti. Þingið leggur þunga áherslu á að grundvallar forsendan fyrir viðgangi og velgengni sjáv- arútvegsins felst í hæfum skipstjórnarmönnum. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja kjör sem vekja áhuga hæfra einstaklinga,“ segir í ályktun þingsins. Reglugerð um smáfiskaskilju verði felld úr gildi Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þingi FFSÍ. Meðal annars er skorað á stjórnvöld að fella úr gildi reglugerð um notkun smá- fiskaskilju á botnvörpu og þar með svokölluð skiljuhólf, en komið hafi í ljós að skiljan geri ekki það gagn sem af henni var ætlast og valdi jafn- vel meiri skaða en hún forði. Þingið skorar á stjórnvöld að takmarka verulega leigu- framsal innan fiskveiðiársins og auka þar með veiðiskyldu, enda sé leiga á aflaheimildum innan ársins og muni verða megin ástæðan fyrir misferli við launauppgjör sjómanna á meðan hún sé heimiluð. Skorað er á stjórnvöld að leggja áherslu á að ná samn- ingum við Japani um viðskipti með hvalaafurðir þar sem slík viðskipti séu í raun lykillinn að sjálfbærum hvalveiðum í framtíðinni. Stórauka verður hafrannsóknir! Í ályktun þingsins um Haf- rannsóknastofnunin kemur fram það álit að brýna nauð- syn beri til þess að stórauka haf- og fiskirannsóknir á mið- unum umhverfis landið, í nánu samstarfi við Farmanna- og fiskimannasamband Ís- lands. Farið verði ofan í saumana á þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar ráðgjafar stofnunarinnar með það fyrir augum að gera hana marktækari. „Það er algjör lágmarkskrafa að tryggt sé að rannsóknarskip stofnunarinn- ar séu nýtt til rannsókna að fullum krafti allt árið, en þurfi ekki að liggja í höfn langtím- um saman vegna skorts á rekstrarfé. Næg eru verkefnin sem fyrir liggja sem nauðsyn- legt er að reyna að finna svör við,“ segir orðrétt í álykt- uninni. Afskiptaleysi fjölmiðla af sjávarútveginum Þing Farmanna- og fiski- mannasambandsins hefur áhyggjur af „vaxandi afskipta- leysi fjölmiðla hvað varðar sjómenn og umfjöllun um sjávarútvegsmál,“ eins og það er orðað í ályktun. Í grein- argerð með ályktuninni segir að ört hafi fækkað í röðum þeirra fréttamanna og yf- irmanna fjölmiðla sem þekk- ingu og áhuga hafa á málefn- um sjávarútvegsins. „Benda má á nýlegt dæmi um al- mennt áhugaleysi fjölmiðla. Þar er átt við þá sárlitlu um- fjöllun sem verið hefur um þá stórkostegu atburði sem átt hafa sér stað í Grundarfirði að undanförnu þar sem okkar stæstu sílveiðiskip hafa mok- að upp síldinni upp við land- steina.“ Þingið samþykkti að beina þeim tillmælum til stjórn- valda að þau ásamt stjórnend- um Landhelgisgæslu sjái til þess að staðsetja þyrluflota gæslunnar þannig að nota- gildið nýtist öllum lands- mönnum, enda verði fjármun- ir til starfseminnar án þess að fjárframlög til annarra starfa Landhelgisgæslunnar verð skert. Þ I N G F A R M A N N A - O G F I S K I M A N N A S A M B A N D S I N S Færri en áður sýna áhuga á sjómennsku - segir m.a. í samþykktum 43. þings Farmanna- og fiskimannasambandsins Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.