Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Síða 38

Ægir - 01.11.2007, Síða 38
38 B J Ö R G U N A R A F R E K baka til að koma boðum til Slysavarnafélagsins, en pabbi og Hafliði fóru til móts við strandstaðinn til að skoða að- stæður og meta möguleika á aðgerðum. Snéru svo heim undir kvöld og voru þá harð- ákveðnir í að reyna björgun.“ Um kvöldið gekk hver maður fumlaust að því verki að undirbúa aðgerðir morg- unsins, það er að taka til línu- byssur, vaðina og sigvað til að nota í bjarginu. „Ég man enn þegar þeir Hafliði og pabbi voru að bera saman bækur sínar. Þurftu meðal annars að vita hve langan vað þyrfti til að síga frá Flaug- arnefi niður í fjöru og svaraði því Guðbjartur Þorgrímsson, sem einnig bjó á Látrum, sagði að þetta væru um átta- tíu metrar, eða fjörutíu faðm- ar. Guðbjartur var síðasti maður sem hafði sigið þarna fram af, hafði gert það nokkr- um árum áður til að ná í tófu. Þá hafði hann við annan mann verið á veiðum, náð að skjóta lágfótuna en misst hana niður. Afréð því að síga niður bjargið, enda voru þetta talsverð verðmæti,“ segir Hrafnkell og heldur áfram: „Ég man líka að þegar karl- arnir sátu á skrafi og Hafliði sagði að eitt væri fyrir björg- unarmenn að fara í bjargið og ná mönnunum í land með fluglínutækjum „…því þó við náum mönnum lifandi í land þá líst mér verst á að ná þess- um kvikindum neðan,“ eins og hann komst að orði. Já, karlarnir voru ekkert að hefla þetta til. Hafliði vissi sem var að ekkert áhlaupsverk yrði að koma mönnunum upp bjarg- ið eins og kom á daginn. Menn ræddu líka hættuna sem fylgdi bjargsigi við þess- ar aðstæður. Það er alltaf hættulegt að síga í bjarg en þarna bættist síðan við hætta á ís- og grjóthruni enda asa- hláka og rigning. Hér lagðist allt á eitt.“ Napurt blés á nefinu Björgunarmenn lögðu upp klukkan fimm á laugardags- morgni, það er sjö menn frá Látrum og átta frá nærliggj- andi bæjunum. Þeir voru komnir vestur að Geldings- skorardal árla morguns og lögðu þá í bjargið, sem á þessum slóðum er um 240 metrar á hæð. Menn fóru nið- ur á Flaugarnefið fjörutíu metra breitt, þaðan sem fjórir menn sigu niður í fjöru. Það- an var skotið út línu í skipið og tók aðeins klukkustund að draga í land þá tólf skipverja sem voru lifandi, en þegar hér var komið sögu voru þrír látnir, það er skipstjóri, stýri- maður og einn háseti. Í fjör- unni fengu menn hressingu og þá aðhlynningu sem hægt var að láta þeim í té, en síðan var byrjað að draga skipverja og aðra upp á Flaugarnef sem reyndist erfiðasti áfangi björg- unarinnar. Þrír björgunar- menn og fimm Bretar urðu að hafast við í fjörunni um nótt- ina en sjö mönnum tókst að koma upp á Flaugarnef þenn- an daginn. „Þeir reyttu upp gras til að skýla sér með en köld varð samt vistin, því að napurt blés á berangri nefsins. Þetta varð löng og ömurleg nótt. Í sautj- án klukkustundir var beðið birtu, en það varð til bless- unar, að frostlaust var og að mestu þurrt veður,” segir í Öldinni okkar um næturdvöl- ina á Flaugarnefi. Þar kemur einnig fram að það hafi verið í birtingu á sunnudagsmorgni sem byrjað var að draga mennina af Flaugarnefi upp á bjargbrún en björgun úr fjör- unni hafi ekki verið gerleg fyrr en fór að falla frá um há- degisbil. Upp á bjargbrún voru allir komnir klukkan fimm. „Var þá myrkrið að skella á og mátti ekki tæpara standa, að allir kæmust úr bjarginu þennan dag en þyrftu ekki að gista þar aðra nótt,” segir í sömu bók. Þokan lá sem veggur að bjarginu Þegar upp á bjargbrúnina kom hafði þar verið slegið upp tjöldum þar sem skip- brotsmanna beið hressing og skjólföt. Kvöldið áður hafði verið gerður út leiðangur frá Látrum með vistir og varning sem Sigríður Filippía Erlends- dóttir leiddi. Með henni fór einnig Oddný Guðmunds- dóttir rithöfundur sem þá var farkennari á Látrum og segist henni svo frá í bókinni Út og suður sem kom út árið 1983: „Við ösluðum krap, aur og urð á víxl. Lækir voru farnir að brjótast fram. Þokan var dimm. Mér þótti hver steinn- inn öðrum líkur. En líklega hefur Sigríður séð einhvern mun á einhverjum þeirra eða eitthvað kunnuglegt við hvern brekkuhalla. Eða var það stefna ein sem hún hafði á til- finningunni? Hún talaði lítið við mig, eftir að við komum upp úr Látradalnum. Við gengum – og gengum. Allt í einu sýndist mér mikil, sam- felld fannbreiða framundan og undraðist það, því að víða voru komnir auðir flákar. „Þetta er mikil fönn,“ sagði ég. Sigríður snéri sér að mér: „Þetta er hvinið,“ sagði hún. Ég hafði aldrei heyrt þetta orð, en skildi að það var bjargbrúnin sem hún átti við. Hvít þokan lá eins og veggur þétt upp að Bjarginu. Menn komu í ljós á brúninni og nálguðust okkur í þokunni.” Súlfatölfur, ákavíti og gin Fyrstu sjö skipbrotsmennirnir komu heim að Látrum á sunnudagskvöld, það er þeir sem fyrstir höfðu komist upp á bjargið. Þeir sem síðast höfðu verið hífðir upp úr fjör- unni var ekki treyst að sitja á hestum heim í þessu slæma veðri og náttmyrki. Þeir höfð- ust því við í tjöldum við bjargið yfir nóttina hvar Ís- lendingar dvöldust hjá þeim. „Þeir voru ekki komnir heim fyrr en upp úr hádegi á mánudag, 15. desember. Og ég man enn hversu skipbrots- mennirnir voru, lágu fram í makkann á hestunum þegar þeir voru teymdir heim að bæ,“ segir Hrafnkell. „Ég man ekki nákvæmlega hvernig skipbrotsmönnunum var deilt á milli bæja nema hvað einn var hjá foreldrum mínum. Hann var þveginn hátt og lágt og svo háttaður ofan í rúm. Haft var samband við Bjarna Guðmundsson lækni á Pat- reksfirði og leitað ráða hans hvernig skyldi staðið að að- hlynningu mannanna. Auðvit- að var hætta á því að menn fengju lunganbólgu og því fengu þeir súlfatölfur, sem sjálfsagt áttu sinn þátt í að menn brögguðust býsna fljótt. Bræðurnir frá Hænuvík, þeir Agnar og Björgvin Sig- urbjörnsson, sem tóku þátt í björguninni, gistu heima og man ég að pabbi gaf þeim gin eða ákavíti; blandaði til og sagði þeim að drekka í einum teyg eins og þeir gerðu. Svo vöknuðu þeir al- heilir næsta dag. Þann morg- uninn sátum við krakkarnir svo með Bretanum og spil- Útvíknamaður. „Þegar karlarnir voru farnir var fullorðna fólkið óvenju hljóðlátt, enda vissu allir að enginn átti heimkomu úr bjarginu vísa,“ segir Hrafnkell Þórð- arson frá Látrum í Rauðasandshreppi hinum forna.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.