Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2007, Qupperneq 40

Ægir - 01.11.2007, Qupperneq 40
40 Þorskeldi í sjó við strendur landsins (mynd 1) eykst ár frá ári og eru miklar vonir bundn- ar við þennan atvinnuveg. Til að þorskeldi í sjó gangi vel er mikilvægt að umhverfis- aðstæður séu góðar og kemur þar margt til s.s. dýpi, skjól, straumar, blöndun, hitastig, aðgengi, lagnaðarís, brenni- hveljur og fleira. Að áhrif eldisins á um- hverfið séu ásættanleg er ekki síður mikilvægt til að þorsk- eldi gangi til framtíðar. Þorsk- eldi eins og aðrar fram- kvæmdir hefur ákveðin áhrif á umhverfið, sem ekki er hægt að komast hjá. Í byrjun eldisins þarf að skilgreina þessi áhrif og gæta þess síðan að áhrif haldist innan þeirra marka. Séu áhrif að stigmagnast, er eldið greinilega ekki í sátt við umhverfið og því eitthvað að. Annað sem ástæða er til að varast er að eldið skilji eft- ir sig varanleg ör á landinu, sé því hætt. Ávinningur rannsókna á umhverfisáhrifum er að hægt verður að fylgjast mjög náið með, og bregðast við, nei- kvæðum umhverfisáhrifum t.d. með að færa sjókvíar á nýja staði. Með þessu móti mun náttúran sjálf sjá um að ná fyrra ástandi og þar með gera fiskeldi í sjókvíum að sjálfbæru eldi. Hluti af rannsóknum á um- hverfinu eru bæði mikilvægar til að fiskeldi gangi vel og til að takmarka umhverfisáhrif. Rannsóknir á umhverfinu eru því forsenda þess að vel tak- ist til bæði hvað varðar áhrif umhverfisins á fiskeldið og á áhrif fiskeldisins á umhverfið. Staðarval Með réttri staðsetningu eld- iskvía má komast hjá mörgum vandamálum og því mik- ilvægt að skilgreina staði m.t.t. fiskeldis, bæði að staðurinn henti til fiskeldis og að um- hverfisáhrif á staðnum verði ásættanleg. Til að velja réttan stað þarf að skoða landslag á botni, mæla strauma og lýsa lífríkinu og meta verndargildi og þolmörk. Landslag á botni Mikilvægast er að ekki séu þröskuldar í firðinum eða dældir í botninum þannig að úrgangur safnist fyrir. Í slík- um dældum geta vatnskipti verið ónóg og því orðið súr- efnisskortur sem hindrar nið- urbrot efna. Almennt er mik- ilvægt að straumur sé nægur til að nægilegt súrefni berist að og að súrefni blandist í botnsetið. Skjólmiklir staðir innst í fjörðum geta því verið vara- samir af þessum sökum og mikilvægt að taka mið af sem flestum þáttum þegar staður er valinn. Straumur Rannsóknir á straumum eru mikilvægar til að skilgreina umhverfi sjókvía, m.a. vegna þess að straumur flytur úr- gangsefni. Straumi er oft lýst með svokallaðri straumrós en á henni sjást mismunandi straumstefnur og styrkur yfir ákveðið tímabil (mynd 2). Mikilvægt er að mæla straum bæði á aðfalli og útfalli og ekki er víst að straumur við yfirborð sé sami og við botn. Út frá upplýsingum í straum- rós er hægt að reikna meðal- straumstefnu og styrk og þannig fá meðaltilfærslu agna í ákveðna átt. Þeim mun meiri tilfærsla agna eða efna í ákveðna átt, þess betra er það því þá er minni hætta á að áburðarefni safnist fyrir og þörungablómi verði í kvíunum eða að súr- efnisskortur verði. Út frá umhverfismálum er það ekki endilega með- alstraumstyrkur sem skiptir mestu máli þó að mikilvægt sé að straumur sé á svæðinu, heldur er það mikilvægt hversu mikill straumurinn getur orðið um stuttan tíma því þá rótast upp í botninum og súrefni kemst að sem eyk- ur hraða á niðurbroti lífrænna efna (mynd 3). Það skiptir einnig miklu máli hvað mesti straumur get- ur orðið mikill því það getur farið að hafa neikvæð áhrif á fiskeldið, t.d. að pokar byrji að leggjast saman. Lífríki á botni Áður en fiskeldi hefst er nauðsynlegt að meta vernd- argildi staðarins t.d lífríkis botnsins. Til að meta vernd- argildi lífríkis þarf að taka tillit til margra þátta sem eru m.a. lífmagn eða framleiðsla, fjöl- breytileiki, mikilvægi fyrir líf- verur annarsstaðar og það at- riði sem skiptir einna mestu máli og það er hversu sérstakt lífríkið er bæði á svæðinu og í víðara samhengi. Sérstaða vistkerfa er mjög mismunandi, allt frá því að vistkerfið sé mjög algengt, eða ríkjandi vistkerfi á ákveðnu svæði, í það að vera einstakt á svæð- inu eða á landinu öllu. Sér- stöðu er hægt að meta með því að lýsa vistkerfum á staðl- aðan hátt og reikna síðan hvað er líkt og hvað er ólíkt á milli vistkerfa. Niðurstaðan er í sjálfu sér margvíð, en oft sett fram í klasagreiningu, sem Þ O R S K E L D I Umhverfismál þorskeldis Höfundar greinarinnar eru dr. Þorleifur Eiríksson á Náttúrustofa Vestfjarða. og dr. Þorleifur Ágústsson, starfsmaður Matís á Ísafirði og stjórnarformaður Nátt- úrustofu Vestfjarða. Þorleifur Eiríksson. Þorleifur Ágústsson. Mynd 1. Sjókvíar í Álftafirði. Mynd 2. Straumrós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.