Ægir - 01.11.2007, Síða 48
48
Matís (Matvælarannsóknir
Íslands) og norska rannsókna-
fyrirtækið SINTEF hafa gert
með sér samkomulag sem
hefur það að markmiði að efla
rannsóknir, þróun og virði í
sjávarútvegi og matvælaiðnaði
á Íslandi og í Noregi. Sam-
komulagið gerir Matís kleift
að taka þátt í rannsóknaverk-
efnum í samstarfi við SINTEF
og norsk fyrirtæki í fiskeldi og
matvælarannsóknum. Þá mun
samkomulagið auka mögu-
leika Matís á því að kynna
starfsemi sína á erlendum
vettvangi og taka þátt í fleiri
alþjóðlegum og samevrópsk-
um rannsóknaverkefnum.
Samkomulagið mun einnig
gera íslenskum fyrirtækjum og
stofnunum mögulegt að þróa
samstarf með SINTEF og fyr-
irtækjum og rannsóknarstofn-
unum erlendis.
Helstu styrkleikar SINTEF
fyrir íslenskan sjávarútveg og
matvælaiðnað eru þekking í
sjávarútvegi, svo sem í fisk-
eldi. SINTEF getur boðið fram
aðstoð í rannsóknum og þró-
un á þorskeldi og vinnslu-
tækni í sjávarútvegi, þ.m.t.
veiðum. SINTEF er í nánu
samstarfi við NTNU (Tæknihá-
skólann í Þrándheimi) sem
eykur möguleika íslenskra
menntastofnana á alþjóðlegu
samstarfi.
Að sama skapi getur Matís
lagt að mörkum sérþekkingu
til fyrirtækja í Noregi í
vinnslutækni í sjávarútvegi,
fiskeldi og líftæknirannsókn-
um fyrir sjávarútveg.
„Framtíðarsýn Matís er að
efla samkeppnishæfni íslensks
matvælaiðnaðar. Við teljum
að með samkomulagi okkar
við SINTEF hafi Matís stigið
mikilvægt skref í þá átt. SIN-
TEF er virt þekkingar- og
rannsóknafyrirtæki á alþjóð-
legum vettvangi, sem hefur
afar dýrmæta þekkingu á
þeim úrlausnarefnum sem
snúa að Íslendingum, svo
sem í fiskeldi og vinnslutækni
í sjávarútvegi. SINTEF getur
því stuðlað að aukinni þekk-
ingu í íslenskum matvælaiðn-
aði og eflt möguleika ís-
lenskra fyrirtækja og háskóla
á erlendum vettvangi. Þá
opnar samstarfið nýja mögu-
leika í rannsóknaverkefnum á
vegum Evrópusambandsins.
Við væntum því mikils af
samstarfi okkar við SINTEF á
komandi árum og gerum
okkur vonir um að það komi
til með að auka enn frekar
virði í íslenskum matvælaiðn-
aði,“ segir Sjöfn Sigurgísla-
dóttir forstjóri Matís.
R A N N S Ó K N I R
Matís og SINTEF taka upp samstarf
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Karl Almås forstjóri sjávarútvegs- og fisk-
eldisdeildar SINTEF, handsala samninginn í Noregi.
Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og
fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Sjómannasamband Íslands
Sætúni 1, Reykjavík
Stéttarfélagið Samstaða
Þverbraut 1, Blönduósi
Útvegsmannafélag Austfjarða
Langatanga 5, Seyðisfirði
Vísir – félag skipstjórnarmanna
Hafnargötu 90, Keflavík
Verðlagsstofa skiptaverðs
Strandgötu 29, Akureyri
Verkalýðs- og sjómannafélag
Bolungarvíkur
Hafnargötu 37, Bolungarvík
Verkalýðsfélagið Vaka
Suðurgötu 10, Siglufirði
Verkalýðsfélag Snæfellsbæjar
Ólafsbraut 44, Ólafsvík
Verkalýðsfélag Þórshafnar
Langanesvegi 2, Þórshöfn
Vélar og skip ehf.
Hólmaslóð 4, Reykjavík
Véltak ehf.
Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði
Þorbjörn-Fiskanes hf.
Hafnargötu 12, Grindavík