Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 58

Ægir - 01.11.2007, Page 58
58 ársveit og Langá á Mýrum. Þá var Óskar leigutaki Rugludals- ár fyrir nokkrum árum en það veiðisvæði gengur í daglegu tali undir nafninu Blanda IV. Um er að ræða efsta svæðið fyrir neðan virkjunina en þar er áin bergvatnsá þar til að Blöndulón fer á yfirfall. Töluvert um smálax í síldaraflanum Óskar er glöggur á lífríki lands og sjávar líkt og margir sjómenn og veiðimenn og hann segir það sitt mat að það standi ekki steinn yfir steini í ráðgjöf fiskifræðinga varðandi leyfilegt heild- armagn hverju sinni. Hann segir gríðarlega mörgum spurningum vera ósvarað hvað varðar lífríkið í hafinu og þær breytingar sem orðið hafa á síðustu áratugum. ,,Ég t.d. hef oft velt fyrir mér samspili rækjuveiða og laxgengdar í ár landsins. Ég tók eftir því þegar pabbi var með síldarsöltunarstöð hér við Herjólfsgötuna í Hafn- arfirði að það var oft mikið af smálaxi með síldinni sem bátarnir voru þá að veiða í nóvember og desember á svæðinu út af Snæfellsjökli og í hinu svokallaða Jökuldjúpi. Þessir laxar voru litlu stærri en síldin en þetta voru greini- lega laxar sem gengið höfðu til sjávar þá um vorið. Miðað við það hve umfang togveiða er orðið mikið má vel ímynda sér að það lendi töluvert magn af laxaseiðum og smá- laxi í trollunum og þótt þessi fiskur skili sér ekki á land þá er hann dauðadæmdur þar sem laxinn þolir ekki að smjúga möskvana eða það hnjask sem felst í því að velkjast um með öðrum fiski í trollinu. Á tímabili minnkaði laxveiðin í ám landsins til muna. Það gerðist á sama tíma og mestur uppgangur var í rækjuveiðum fyrir norð- an land. Nú þegar rækjuveið- arnar hafa dregist saman í nánast ekki neitt þá virðist laxinn vera að skila sér til baka. Mér vitanlega hefur enginn kannað hvort sam- hengi er þarna á milli.” Óskar segist aldrei hafa skilið kenningar fiskifræðinga um að hægt sé að geyma fisk í sjónum eins og ráðgjöf víða gengur út á. ,,Við getum tekið úthafs- rækjuveiðina sem dæmi. Þeg- ar þær veiðar hófust fyrst af einhverri alvöru, með veiðum Snorra Snorrasonar á Dal- borginni frá Dalvík, þá var veiðin léleg til að byrja með. Miðað við kenningar fiski- fræðinga um að hægt sé að geyma fisk, og þá væntanlega rækju líka, í sjónum þá hefði Dalborgin átt að standa föst í rækjumergðinni. Þessi stofn hafði ekki verið nýttur frá því að land byggðist og örugg- lega ekki fyrir þann tíma. Nú sjá menn einnig að ýsan er á bullandi uppleið. Það stafar ekki af því að hún hafi verið ofvernduð, heldur virðast vera kjörskilyrði fyrir hræætur eins og ýsuna nú um stundir. Getur það stafað af því hve miklu af fiski hefur verið hent í sjóinn og hve brottkastið er orðið umfangsmikið? Ég skil heldur ekki af hverju er verið að kvótasetja verðlausan fisk eins og ufsa til þess eins að hann geti haldið áfram að hafa æti af þorsknum. Ástand þorsksins er ekki gott. Fisk- urinn er horaður og ég dreg í efa að mikið af þorskinum hér við land nái að þroska hrogn og svil vegna þess hve hann er illa á sig kominn. Ef ég fengi einhverju ráðið um þessi mál þá myndi ég láta byggja verksmiðjur sem fram- leitt gætu stein- og næring- arefni sem hægt væri að nota til að bera á hafið. Hinn mikli fjöldi virkjana með tilheyrandi uppistöðulónum hefur valdið því að þessi mikilvægu efni skila sér nú í miklu minna mæli til sjávar en áður var. Ég var eitt sinn varaþingmaður Borgaraflokksins og lagði þá til við Júlíus Sólnes að hann beitti sér fyrir því að gerð yrði tilraun til að hvetja menn til að blanda saman þorskhrogn- um og –sviljum um borð í fiskiskipum úti á sjó og hella blöndunni í sjóinn. Ég vildi að sú tilraun yrði gerð í Hval- firði þannig að meta mætti hvort þorskgengd ykist í kjöl- farið. Svarið, sem fékkst frá ráðamönnum, var að þetta væri ekki hægt. Bjarni Sæ- mundsson fiskifræðingur var þessu ekki sammála því hann sagði í bók sinni á sínum tíma að besta ,,hrygningin” færi fram um borð í togurunum þegar ágjöf væri og hrogn og svil blönduðust saman. Þetta held ég að menn hefðu gott af því að hugleiða í dag,” seg- ir Óskar Hrafn Ólafsson. Viðtal: Eiríkur St. Eiríksson Myndir: Ýmsir Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! V I Ð T A L Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Bolungarvíkur Hafnarsjóður Þorlákshafnar Dalvíkurbyggð – hafnarsjóður Hafnasamlag Norðurlands Hafnir Ísafjarðarbæjar Hafnarsjóður Fjarðabyggðar Hafnarsjóður Skagafjarðar Kópavogshöfn Faxaflóahafnir Sandgerðishöfn Seyðisfjarðarhöfn Tálknafjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Vopnafjarðarhöfn Langaneshafnir Reykjaneshöfn

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.