Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 9
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 3 okkar fyrir það. Enn sem komið er, verður ekki bent á mik- inn árangur af þessum umrœðum. Hér var haldinn Vestmanna- dagur síðastliðið sumar og stofnað félag 1. desember, sem á að starfa í sambandi við Þjóðræknisfélagið í Winnipeg. Það hafa verið sögð mörg falleg orð um landa vestra og þeim verið send- ar margar fallegar orður. Orðin eru vitanlega til ails fyrst, og hvað orðurnar snertir, virða landar vestra sjálfsagt viljann fyrir verkið. Við skulum vona, að fleira og meira fari á eftir. Því miður hafa landar okkar í Vesturheimi nýlega misst aðalfor- vigismann sinn í þjóðræknismálunum, dr. Rögnvald Pétursson, og verður það skarð vandfyllt. En það kom fallega fram í blöð- unum hér heima við andlát hans, að íslendingar finna, hversu mikið og óeigingjarnt starf hann hafði unnið fyrir þjóðlega menningu vestan hafs og sambandið við gamla landið. Fyrir rúmum þremur árum fór formaður Máls og menningar, Kristinn E. Andrésson, þess á leit við dr. Sigurð Nordal, að hann gerði úrval úr Andvökum Stephans G. Stephanssonar, sem gefið yrði út sem félagsbók. Sigurði var kunnugt um það, að dr. Rögnvaldur hafði lengi leitazt við að fá prentað VI. bindið af Andvökum, síðustu kvæði Stephans, en engan kostnaðarmann getað fengið, og auk þess safnað hréfum Stephans, sem hlutu að vera stórmerk heimild um æfi lians. Sigurður setti það þvi að skilyrði við Kristin, að síðasta bindið af Andvökum yrði prentað, áður en úrvalið væri gert, og benti á nauðsyn þess, að bréfin yrðu gefin út, því að án þess væri erfitt að skrifa um Stephan til neinnar hlítar. Kristinn tók að sér að láta bóka- verzlunina Heimskringlu gefa kvæðin út. Og í beinu sambandi við þetta var það sem dr. Þorkell Jóhannesson gerðist for- göngumaður að því, að Þjóðvinafélagið gæfi bréfin út. Félagið hefur nú í bili, undir hinni nýju stjórn, stöðvað útgáfu bréf- anna, en vonandi verður henni haldið áfram á næstu árum. Samvinnan milli dr. Rögnvalds og Máls og menningar tókst ágætlega. Og það er varla of mikið sagt, að fátt hafi orðið honum til meiri gleði siðustu árin, sem liann lifði, en að sjá þessu mikla áhugamáli sínu borgið: að koma verkum þessa stórskálds og einkavinar sins á prent og i almennings hendur. Það virðist ekkert ágreiningsmál vera meðal þeirra manna, sem islenzkum bókmenntum unna, að úrvalið úr Andvökum og ritgerð Sigurðar Nordals, sem því fylgir, liafi tekizt vel. Stjórn Máls og menningar hefur fengið meira þakklæti fyrir þessa bók en nokkra aðra, sem félagið hefur gefið út, og það jafnt frá mönnum af öllum flokkum og stéttum. Kvæði Step- hans, sem áður hafa verið i fremur fárra manna höndum og

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.