Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 17
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
11
Grímur Thomsen, Þorsteinn Erlingsson, Steplian G.
Slephansson og Einar Benediktsson. Við andlát Einars
er öll þessi glæsilega fylking hnigin til moldar, og at-
burðurinn markar einskonar aldahvörf um skáldfrægð
íslendinga. Skáld þau, sem upp liafa risið, siðan vind
tók úr seglum þeirrar glæstu siglingar, er svo fast var
sótt í sjálfstæðismálinu fyrir og fram um aldamótin
síðustu, kveða með nýjum lireim. Yrkisefni þeirra fara
mjög á dreif. Enginn sameiginlegur þjóðarsársauki vek-
ur grunntón á hak við; engin samkennd stefnir á há-
leitt mark. Enda þótt uppi séu margir ágætir ljóða-
gerðarmenn, hefur mjög sneiðzt um liáleit yrkisefni og
stefnumið hina síðustu áratugi, og við erum um skáld-
frægð á leið niður í djúpan öldudal.
Um þær mundir, sem Einar Benediktsson hlýtur fyllsta
skáldþroska sinn, stendur hann á mikilvægustu tíma-
mótum, sem orðið liafa í lífi þjóðarinnar á síðustu öld-
um. Öld frelsishugsjónanna er við endurheimt sjálf-
siæðisins hnigin fyrir hafsbrún, þar sem allar aldir
hníga, en úr faðmi hins unga tíma rís röðull hagnýlr-
ar sóknar frjálsrar þjóðar, sem endurheimtir einnig
orku sina undan afléttu fargi hatrammlegrar kúgunar.
Einar verður þannig með nokkrum hætti skáld tveggja
aida. Að haki er fallinn valur þeirra manna, sem end-
urheimtu frelsið. Framundan eru merkisherar nýrrar
framsóknar og athafna. Með hita frelsisbaráttunnar i
liverri taug gengur hann fagnandi móti risi nýrra tima.
Allt, sem hefur markað sárast, dýpst og fegurst, streym-
ir yfir hann; — margra alda sársauki, hugdirfð bar-
áttumannsins og fögnuður hjartra þjóðarvona auðgar
líf þessa stórgáfaða manns, dýpkar tilfinningar lians,
opnar honum svið æðstu fegurðar og dýpstu speki. Ham-
ingja þjóðarinnar gaf henni Einar Benediktsson á þess-
um merku tímamótum í lífi hennar, sem gáfu hönum
hin fyllstu skilyrði til skáldþroska, er hæfðu slíkum
anda. — Við hrottför hans fellur niður einskonar tíma-