Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 19
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 13 verið álitið af andlegum letingjum. Þau munu verða því meira metin, sem íslendingar gerast vitrari, ef það á þá fyrir þeim að liggja. Full útsýn yfir skáldþraut Einars Benediktssonar verður raunar viðfangsefni heillar æfi sérhverjum gáf- uðum manni, ef til hlitar skal meta og njóta. Svipur lislar lians einn, — braghegurðin, orðkynngin og fágun- in verður hverjum listgefnum manni forði ótæmandi nautnar. Enginn íslendingur hefur með þvílíkum yfir- burðum eins og liann sæmt tunguna torveldum og list- brugðnum háttum, þar sem hvergi er vant dýrra orða og litauðugrar hrynjandi tungunnar. Sérhver liáleit og undursamleg skáldmynd er felld í umgerð orðleikni og bragsnilldar. Enda kveðst hann snemma liafa skilið það við lestur móður sinnar, „að orð er á ísiandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Þegar ég nú undir lok þessara fátæklegu minningar- orða, sem ég hef valið þessu slórmenni andans og skáld- snillinnar, skyggnist um, livar hæst beri um auðkenni hans sem skálds og manns, ber hvergi liærra en þar, sem er ást lians á tungunni og lotning hans fyrir þeirri list og nautn, sem hún veitir honum. Með sprota tung- unnar opnar hann undrasvið sérhvers umhverfis sins i ríki náttúrunnar. Með töfrum hennar brýtur hann upp leyndardóma háleitustu hugsana mannanna og torráðn- ustu kennda. Tungan verður honum tilbeiðsla. Með auðgi liennar og alhæfi slær hann hrú yfir ómælanlegar fjarlægðir; hún ber liann sífellt í fang guðdómsins, þar sem er upphaf og endimark alls þess, sem fegurst er, liáleitast og eilt er eftirsóknarvert, þegar sundin lokast og yfir lýkur. — Svo óbrigðul er lotning' hans fyrir þeirri list, sem hann þjónar, að hvergi ber hann sér hrjúft eða ljótt orð í munn og nálega enga ádeilu. Must- eri hans er alskipað myndum fegurðarinnar, þar sem undursamlegir töfrar islenzkrar tungu vaka yfir litum og línum. Slíkt rís orðhof Einars Benediktssonar af

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.