Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 15 gröf sína með þessari vísu (Stefjahreimur, Hafblik, bls. 3): Mitt verk er, þá eg fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem bíð eg þér, eitt blað i ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns hún hverfa skal til upphafs síns sem báran — endurheimt i hafið. Einar Benediktsson befur hlotið legstað í faðmi lands- ins, þar sem tignarlegur fjallahringur Þingvalla heldur vörð. Við grafreit hans og annarra þeirra manna, er síðar kann að verða kosinn legstaður á þessum stað, vaka hamingjuvættir landsins, helgaðar af sögulegum minningum íslendinga um allt, sem þeir hafa átt stór- brotnast og glæsilegast í fari sínu og þjóðlífi. Betri staður varð ekki kosinn Einari Benediktssyni, úr því að hreytt var út af venju. Mold, sem áður var heilög, verður helgari við þau síðustu spor, sem þangað voru stigin í fylg'd með honum. öræfakyrrðin — ímynd þess friðar, sem hann þráði, — verður dýpri, daggir vorsins bjartari, blær fjallanna mjúklátari, af þvi að honum var helgað þar leiði. En hversu mun svo farnast verki hans — fræinu, sem liann sáði í duft lands síns? Síðan ritarar íslendinga- sagna lögðu frá sér pennann, hefur enginn maður með meiri yfirburðum vottað það í verki sínu, að islenzk tunga er göfug, að hún er rík og tillátssöm hverjum stórum anda, sem kýs að skapa listaverk. Engum manni hefur hún verið tillátssamari en Einari Benediktssyni, og ekkert barn hennar hefur kropið að lindum hennar með þvílíkri lotningu, né þjónað henni á trúmannlegri liátt. Hver einasta ljóðlina er meillað og fágað listaverk og ljóðin öll stórkostlegasta afrek í þeirri grein listar orðsins, sem okkur hefur enn hlotnazt. Já, hversu mun svo farnast verki lians? Yerður lögð

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.