Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 31
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 25 En maður sá, er sjálfur bar þá sorg, er fólkið ber, og sá, hve grýtt og gróðurlaus er gatan, sem það fer, og snauða hópsins hljóðu kvöl í hjarta sínu fann, en átti meira af mildi en styrk — sá maður, það var hann. Hví varnar mettur barni brauðs í beizkri neyð? Og samt á móðir jörð svo barngott brjóst og býður öllum jafnt. Ég vissi einn, sem undur það sinn anda brenna fann um morgun, kvöld og miðjan dag — sá maður, það var hann. Víst heppnast mörgum heimslíf sitt þá hrellir næsta fátt, þeir sömdu undir andann við um ævilanga sátt, og skutu frá sér skiining þeim, er skyldar menn í stríð við lög og rétt þess rándýrsvits, er ræður okkar tíð. En það varð öðrum erfið raun sinn anda að sættast við, og sí og æ það sóttist ver að semja við hann frið. Um blakka nótt og bjartan dag er biturt eintal hans. — Margt fannst oss löngum furðu sjúkt í fari hins skyggna manns.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.