Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 32
26 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hans augu þjást við þraut hvers lífs og þola ekki blóð, og hrolli slær hann hending mörg á hversdagsleikans slóð. Er aðrir hrósa happi mest, hann heyrir efans raust. Hann má ei dýri misþyrmt sjá, hann man það, endalaust. En þeirri sorg, sem sárust er, hann segir engum frá: hve einskisverð er ævi hans sjálfs og óvirk hjartans þrá, að heyra bældu hrópin öll frá hinni stóru neyð, en treysta ekki sjálfum sér til sóknar neina leið. (Hve liáðsk er ekki heimsins sorg í hjarta einstaks manns, og dumbu glotti dagur snýr að drottinbænum hans. Þú þykist gjalda líku líkt og leggja á streng þinn ör. Þú berð því hæðinn hversdags svip og hnittiyrði á vör. Ó maður, allt of stórt og sterkt þitt stolt, en trú þín veik á bróðurhug og heill til þess að hefja nýjan leik. Þú getur eignazt eilíft líf og unnið haf og jörð án tára og blóðs, ef bak við þig þinn bróðir heldur vörð).

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.