Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 33
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 27 III. Og hann tók allt, sem öfugt fór, svo allt of nærri sér, og stóð því hverju höggi við svo hlífarlaus og ber. Hann sá ei fram á sigur neinn í sókn hins djarfa manns. Hann sá ei fugla fljúga um haf hins fyrirheitna lands, en skynjaði allan órétt lífs svo opinkviku Ijóst, sem skotgröf væri hjarta hans og hertröð ein hans brjóst, þar tryllt og vita vonlaust stríð öll veröld þrotlaust heyr. — Ó, heimsstríð, þú skalt hljóðna í nótt og hefjast aldrei meir. IV. Hvítt sólskin dagsins silfrar dátt hvert sund við Reykjavík, og jörð vor er sem áður fyrr svo ung og sterk og rík. Og allan daginn vex og vex og verður stjórnlaust bál hin djúpa þjáning, djúpa þrá í draumamannsins sál. Er aðrir hrósa happi mest, hann heyrir efans raust. — Já, sólin skín, en sama er mér, því senn er komið haust, sem „blómstrið eina“ líf við líf skalt lagt í moldu skjótt. Far dagur dýr og sigl þinn sjó, 'því senn er komin nótt.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.