Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 34
28 TÍMARIT MÁLS OG MKNNINGAR Og dagsins sól til djúpsins fer svo dásamlega skær, og gulli um höfn og hafnargarð og hús og götur slær. Og nóttin hefst í hljóðri borg með hvísl og leyndarmál. — En beizkja dauðans dvínar ei í draumamannsins sál. V. Barst dauðastuna í dökkvann út frá drungalegum stað, er þögnin ófst sem móðurmýkst um mold og smárablað, sem draumur heimsins liefði rætzt hin hvíta bæn um frið, — ein stuna, er þaut og þvarr um leið, og þögnin kipptist við —? Svo ríkti aftur hljóðlátt húm um haf og svefnþungt land, og aðfallsbáran hrundi hægt við hvítan skeljasand, söng messu sína um djúpsins dýrð, svo dul og móðurblíð, og sagði engum, engum neitt um andlát Jóns frá Hlíð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.