Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 35
Halldór Stefánsson :
»Vér mótmælum allir«.
Þegar við sáum hann koma eftir götunni, hættum við
að leika okkur. Jafnvel Jonni, sem var húinn að hnoða
Bjössa undir sig, stanzaði í miðju höggi, svo að hand-
leggurinn á honum stóð kyrr út i loftið eins og spýta,
sem stungið hefur verið skáhallt niður í þúfu. Við
störðum á komumanninn með því fagnandi, eftirvænt-
ingarfulla augnaráði, sem aðeins drengir fyrir innan
fermingaraldur eiga yfir að ráða, þegar þeir fá alveg
óvænt tilefni til að gera aðsúg að einhverjum. Svo
sprakk hlaðran, hláturinn og ópin byrjuðu. Við döns-
uðum kringum hann eins og villimenn kringum eld.
Leppalúði.
Loðinharði.
Leppur, Skreppur, hrópuðu strákarnir, sem ekki voru
vaxnir frá grýlusögunum.
Hvaðan ber þig að? spurði Óli spekingslega. Hann
hafði verið eitt sumar í sveit og þóttist kunna að tala
við ferðalanga.
Maðurinn gegndi engu, en hélt áfram göngu sinni,
að svo miklu leyti, sem hann komst áfram fyrir hrind-
ingum okkar og glefsum.
Hann er frá Skotlandi, æpti Steini, og af einhverj-
um óskiljanlegum ástæðum þótti okkur það ákaflega
skopleg athugasemd.
Skottlandi, endurbætti Jói og lyfti upp jakka manns-
ins að aftanverðu.
Stjórnlaus hlátur.
Maðurinn segir enn ekki neitt.
Ertu mállaus? spyr Óli sakleysislega.
Nei, svarar hann stutt.