Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 38
32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heim við hugmyndir okkar um skáld. Afstaða okkar
til hans hafði gerhreytzt við sögubrotin, sem við heyrð-
um af honum og hið algerða andsvarsleysi hans við
árásum okkar.
Hann hafði setzt að í litlum skúr niðri í fjöru, sem
einu sinni hafði verið verbúð, en var ekki lengur not-
aður. Hann tindi spýtnarusl i fjörunni, har það í fang-
inu inn í skúrinn og sauð við það þorskhausa og ann-
að, sem honum var gefið, eða réttara sagt fleygt var
í hann, þegar hann stóð þegjandi hjá þeim, sem voru
að gera að aflanum. Enginn hugsaði um hann eða gerði
sér rellu út af því, hvort hann skrymti eða lognaðist
út af til fulls í sljóleikaástandi sínu, en menn ömuð-
ust ekki heldur við honum og létu hann liafa soðn-
ingu, þegar liann var viðstaddur, þar sem gert var
að fiski. Stöku sinnum kallaði einhver húsfreyjan hann
inn í eldhús og gaf honum kaffi; að öðru leyti var
hann látinn afskiptalaus.
Við stóðum oft á gægjum fyrir framan skúrinn, en
sáum aldrei hvað Manni aðhafðist þar inni, þvi að
hann lokaði vandlega djrrunum og hafði hengt striga-
pjötlu fyrir gluggakytruna, og við reyndum aldrei að
hrjótast inn til hans. Yfirleitt hættum við öllum ofsókn-
um á hendur honum og tókum hann miklu fremur
undir okkar vernd. Við höfðum ánægju af því, að hann
skyldi vera þarna og mundum furðu oft eftir tilveru
lians mitt í annríki leika okkar. Hann var iðulega um-
talsefni okkar, og það var engin hætta á, að ályktan-
ir okkar um hann væru hversdaglegar. Hugmyndaflug
okkar sá allt annað en skítuga og sljóa töturhypju í
þessum gesti. Hann var leyndarmálið, gátan, draum-
urinn um hið dularfulla.
Einu sinni söfnuðum við miklu af spýtum og færð-
um Manna þær. Við höfðum ekki fengið afsalsbréf
fyrir þeim öllum, en það þyngdi ekki samvizku okkar.
Undir þessari hjálpfýsi bjó kannski dálítil forvitni og