Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Qupperneq 40
34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
té smurt brauð, og Bjössi skaraði fram úr öllum að
hugviti og dugnaði með þvi að koma með mjólk á
í'lösku. Þetta þorðum við eklci að afhenda Manna sjálf-
um. Við vildum ekki láta það líta svo út, sem við vær-
um að gefa honum ölmusu, heldur bundum við mat-
vælin í böggul og ég skrifaði utan á liann: Til lierra
Manna, Skúrnum. Böggullinn var látinn fyrir framan
skúrdyrnar og við lágum i leyni.
Eftir langa bið, sem spennti þolinmæði okkar til hins
ýtrasta, kom Manni. Hann staðnæmdist við dyrnar,
liorfði lengi á böggulinn, beygði sig siðan seinlega nið-
ur, las utan á hann og livarf með liann inn í skúrinn.
Þú áttir að skrifa, frá hverjum það var, sagði Jonni,
en engum datt í liug að fallast á slíka smekkleysu.
En daginn eftir sannaði Manni það áþreifanlega, að
hann þvrfti ekki að þiggja ölmusu. Hann fór rakleitt
inn í búð og keypti sér skonrolc fyrir tuttugu og fimm
aura.
Þetta sumar bætti ekki neinum merkisatburðum i líf
Manna. Það var eins og þögn grafarinnar befði lukzt
um bann, og okkur fannst stundum eins og tíminn
væri úr teygjanlegu efni, þegar við horfðum á Manna
slanda í sömu sporum lireyfingarlausan, þegjandi og
sljóan. En þegar haustaði, urðum við þess varir, að
eitthvað var á seyði hjá fullorðna fólkinu viðvíkjandi
Manna. „Hann drepst úr kulda i skúrnum í vetur.“ „Það
þarf að reka svona flakkara af höndum sér, áður en
það verður uin seinan.“ „Hreppurinn hans er ekki of
góður til að sjá fyrir honum.“ „Það skal aldrei verða,
að hann dagi hér uppi og lendi á hreppnum hérna.“
Þessu líkar selningar fóru að berast til eyrna okkar
og okkur skildist, að Manna væri einhver hætta búin
af þeim. Okkur fannst líka, að við befðum uppgötvað
Manna og að við hefðum einkarétt á honum. Þess vegna
reyndum við að halda uppi njósnum um það, hvað
i ráði væri að gera við hann og töluðum um það okk-