Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 42
36 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Við litum liver á annan, og án þess nokkur vissi, liver það var, sem byrjaði, vorum við allt i einu farn- ir að syngja: Fram til orustu, ættjarðarniðjar .... Við ruddumst fram hryggjuna og ýttum forviða, hölv- andi, fullorðnum mönnum til hliðar, syngjandi liástöf- um uppreisnarsöng lierfylkisins frá Marseille. Vélháturinn lagði frá bryggjunni og Manni stóð upp við stýrishúsið í sínum gömlu stellingum með steytta hnefana í huxnavösunum og liöfuðið niðri á bringu, en okkur sýndist hann hrosa sem snöggvast til okkar um leið og við sungum ógnandi: Á storð, á storð, sem steypiflóð, skal streyma níðingsblóð. En kannski liefur það verið missýning ofstækisfullra byltingarmanna. Theodóra Thoroddsen: Skuldin. Það er langt síðan þetta var. Ég, sem nú er fullra sjö- liu og sex ára, var þá á þrítugsaldri. Elztu hörnin mín voru þó orðin það stálpuð, að þau voru nokkurn veginn læs, og mjög voru þau sólgin í að hevra sögu, og jafnvel að lesa sjálf, það sem þeim harst í hendur af því tæi. Á þeim árum gáfu skólamenn hér syðra út kver, sem þeir kölluðu „Samtíning“. Var i því, eins og nafnið bendir til, eitt og annað til fróðleiks og gamans, við barna hæfi. Ein sagan í þessu hefti hét „Skuldin“. Hún var um drenglinokka, sem hafði liaft orð um að gera smávik fyrir

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.