Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 39 lagt, að lifið hafi það fram að bjóða, að menn yfirleitt blessi sína fæðingarstundu. Mun ei bitt öllu tiðara, að ein- um og öðrum verði það á, að láta sér fátt um finnast dvölina i henni veröld, og kysi helzt að hafa aldrei í þá veiðistöð komið. Börnin mín hafa að vísu aldrei skellt á mig réttmætri ásökun fyrir þann þátt, sem ég á í tilveru þeirra, en mér sjálfri finnst sú syndasekt mín vera sú eina, sem ógoldin er, hinar álít ég, að lífið hafi tekið lögtaki, og beri ekki að krefja mig um frekari greiðslu á þeim. Sverrir Kristjánsson : Byltingin mikla á Frakklandi. 150 ára minning. Því hefur lengi verið við brugðið, live saga Frakklands er háttbundin í nás sinni, stílhreinni og strangari i línum sinum en saga flestra annarra þjóða. Frakkland er á mið- öldum hið klassíska land lénsveldis og riddaramenning- ar. Á 17. öld gerist það forgönguland hins óbundna ein- veldis og verður fyrirmynd öllum konunglegum smæl- ingjum álfunnar. Hin mikla borgaralega bylting þess i lok 18. aldar gangur sína rökvísu braut til leiðarloka og er um langan aldur hin dráttfasta forskrift, er bylt- ingar 19. aldar reyna árangurslaust að stæla. Það er ekki fyrr en 1917, að rússneska alþýðubyltingin fetar í fót- spor hennar — og verður höfði hærri en meistarinn. L’ancien régime — gamla stjórnarfarið — svo hafa Frakkar kallað það tímabil sögu sinnar, sem á undan fór byltingunni. Og það er ekki að ástæðulausu, að byltingin er látin skipta gömlum tíma og nýjum, því að hún er hið

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.