Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 48
42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um komnar, að hið niðurnídda konungsvald gat risið upp
máttugra en nokkru sinni fyrr. í því pólitiska jafnvægis-
ástandi, sem nú ríkti, komst hið franska konungsvald í
fastar skorður, er siðan héldust fram að hyltingunni.
Borgarastéttin tók nú aftur upp gamla stefnu og veitti
koungsvaldinu að málum gegn ásælni sérréttindastétt-
anna. Á stéttaþinginu 1614 báru fulltrúar horgaranna fyr-
ir konung svolátandi bænarskjal: „Vér biðjum Hans Há-
tign að boða og tilkynna svofelld ríkisstjórnarlög: Ivon-
ungur er fullvalda í landi sínu. Kórónuna hefur guð gefið
honum, og því eru engin þau máttarvöld til hér á jörðu,
andlegs eða veraldlegs eðlis, að þau hafi nokkurn rétt til
ríkis hans, hvað þá heldur að þeim leyfist að ræna landið
hinum heilögu persónum konunga vorra.“
Eins og geta má nærri tók hið franska konungsvald
liðveizlu borgarastétlarinnar fegins hendi. Stéttaþingið
1614 var hið síðasta, er kallað var saman þangað til 1789.
Borgarastéttin var nú um langan aldur konunghollasti
þegn hins franska alvalda og ein hin styrkasta stoð liins
óbundna einveldis. Hún þurfti öryggi og næði til iðju sinn-
ar og fékk livorttveggja í skjóli konungsvaldsins. Ennþá
var hún á gelgjuskeiði í atvinnulegum og fjárhagslegum
efnum, og konungsvaldið hlúði að henni með innflutnings-
höftum og verndartollum. Hún þurfti greiðan aðgang að
auði og hráefnum nýlendnanna og olnbogarúm á hafinu,
og konungsvaldið háði grimm verzlunarstríð borgarastétt-
iuni til þrifnaðar. Stjórnarstofnanir konungsvaldsins, lier
þess og floti, varð borgarastéttinni kærkominn markað-
ur. Hin íburðarmikla liirð gleypti kynstur iðnaðaraf-
urða, lúksusþörf Versala gaf listiðnaði Frakklands byr
undir háða vængi.
Borgarastéttin óx ekki aðeins að veraldlegum auði i
skjóli einveldisins, heldur líka að mannvirðingum. Fransk-
ir einvaldskonungar grunuðu hinar gömlu aðalsættir lengi
um græsku og voru ófúsir til að lilaða undir þær í stjórn-
gæzlunni. Enn sem fyrr lyftu þeir því mönnum úr borg-