Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Síða 50
44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stjórninni. Þeir vöktu yfir iðnaði og verzlun, réttarfari
og skólum, lögðu á skatta, sáu um herútboð og lög-
gæzlu. Þeir voru með nefið ofan í hvers manns koppi
á sviði athafnalifs og opinberra mála. Það má geta
nærri, að þessir smákonungar, búnir slíku valdi og
hlaðnir svo sundurleitum störfum, urðu annað hvort
smásmugulegir liarðstjórar eða yfirborðskenndir skrif-
finnar. Um sjálfstjórn i bæjar- og sveitarfélögum var
varla lengur að ræða, og þær fátæklegu leifar fornrar
sjálfstjórnar, sem enn lijöruðu, voru ofurseldar ströngu
eftirliti og stöðugri afskiptasemi intendentanna.
Þessir embættismenn hinnar konunglegu miðstjórnar
réðu yfir umdæmum, sem i réttarfarslegum efnum voru
undirorpin hinni mislitu löggjöf miðaldanna. Suðurhluti
Frakklands hlýddi rómverskum rétti, en í norðurhlut-
anum voru í gildi 285 mismunandi héraðslög, er mynd-
azt höfðu fyrir hefð og venju. Laga- og dómaskipunin
franska var glórulaust myrkviði, sem virtist ekki liafa
annað hlutverk en að veita urmul „lagamanna“ at-
vinnu og gera öllum réttarleitandi mönnum bölvun.
Þar við bættist taumlaust lagalegt öryggisleysi, fangels-
anir án dóms og laga, er oft bitnuðu bæði á háum sem
lágum, þvi að konungsbréf til fangelsana lágu laust
fyrir, ef peningar voru í boði. Embættin i öllu þessu
lcerfi löggæzlu og stjórngæzlu gengu kaupum og sölum,
og það var ekki óalgengt, að einveldið stofnaði til nýrra
embætta og seldi þau síðan hæstbjóðanda. Svo langt
var sótt til að afla einveldinu telcna.
Fjárhagsástand hins franska einveldis var botnlaust
fen, og hafði verið svo um langan aldur. Á dögum
þriggja seinustu ráðuneyta hins gamla stjórnai'fars juk-
ust skuldir ríkisins um 1630 milljónir livres. Hirðin ein
gleypti meira en helming rikisteknanna, og árið 1789 voru
skuldir ríkisins orðnar 4% milljarðar livres. Útgjöld til
hers og flota, kostnaður við styrjaldir, sem flestar end-
uðu með sæmdarlitlum ósigri, hjuggu stórt skarð i líf