Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 55
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 49 félags okkar tíma, sem ekki liefur þekkt liina áfengu hrifningu þessara manna, lætur sér finnast fátt um þessa harnatrú borgarastéttarinnar. Hin lieiða hjartsýni hennar er fyrir löngu rokin út í veður og vind. I timb- urmönnum glejmiist venjulega hin stutta, en djúpa gleði liófsins. Franska heimspekin var byltingarsinnuð í öllu eðli sínu, og þetta var játað jafnt af formælendum henn- ar sem féndum, enda þótt enginn mætti sjá það fyrir, livað upp mundi spretta af sæði hennar. Einveldissinn- ar og kirkjunnar menn skoðuðu allt atferli hennar sem margþætt samsæri, er teygði greinar sínar ofan frá bók- menntasalónum hinnar auðugu borgarastéttar niður í iirejrsi fátæklinganna. Og þetta var að því leyti rétt, sem hinn nýi hugsunarliáttur var húinn að gagnsýra hið franska þjóðfélag. Jafnvel sérréttindastéttin, leik og lærð, hafði tekið sóttina. Svo ellihrum og ónýt var franska yfirstéttin orðin, að hún gat ekki lengur fóðr- að stéttarvöld sín með fræðilegum kenningum. Franska heimspekin átti jafnvel sína áköfustu lesendur meðal aðalsins. Hin andríku byltingarrit voru aðlinum góm- sterkt krj'dd í öllum lifsleiðanum, sem var rangliverfa lifsnautnar lians. Aðallinn danzaði og daðraði, kýmdi að liáði heimspekinganna, siðlaus, guðlaus og skilnings- laus á öllu því, er fram fór í kringum hann. Þegar liann vaknaði til síðborinnar stéttarmeðvitundar, var öxin þegar reidd til höggs að rótum hins gamla stjórn- arfars. III. Á næstu árum fyrir byltinguna grúfðu þrútin óveð- ursský vfir Frakklandi, er voru fvrirhoðar stórtíðind- anna. Fjárhagskreppa þrengdi að landinu, í borgun- um færðist atvinnuleysi í aukana með verkföllum og einstaka uppreisnum hungraðrar alþýðu. Arið 1788 varð uppskerubrestur víða um Frakkland og vegna þeirra hafta, er voru á kornverzluninni, sultu mörg héruð heilu 4

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.