Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 60
54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þeim, er þeir höfðu á bændum, aðrir lýstu neyð og
kjörum bænda, klæddir „vándum klæðum“ sveita-
mannsins. í hrifningu næturinnar voru lénskvaðirnar
afnumdar og fulltrúar borga og héraða, er böfðu kon-
ungleg sérréttindi, afsöluðu sér þeim fyrir liönd kjör-
dæma sinna. Dómsvald jarðeignanna var afnumið og
öllum borgurum var heimilaður aðgangur að embætt-
um ríkisins.
„Nótt hinna miklu sjálfsfórna“ er í sjálfu sér ein-
stæð í annálum sögunnar. Að vísu ristu fórnirnar ekki
eins djúpt i veruleikanum og út leit fyrir í húmi þess-
arar sóttheitu nætur. Því að lénsréttindanefnd sú, er
þjóðsamkoman skipaði um haustið, gerði ríkan grein-
armun á þeim réttindum, er bundin voru persónum,
og hinum, er áttu rætur sínar að rekja til jarðeigna.
Hin persónulegu réttindi voru afnumin skaðabótalaust,
en jarðaréttindin skyldi bæta upp tvítugfaldri upphæð
ársafgjaldanna. Vorið 1790 samþykkti þjóðsamkoman
þessa tviskiptingu, en hún kom aldrei til framkvæmda
af þeirri einföldu ástæðu, að bændur kærðu sig kollótta
um allar lögfræðilegar útlistanir og þverskölluðust við
að greiða lénsréttindin, hverju nafni sem nefndust.
Þjóðsamkoman liafði með samþykktunum 4. ágúst
reynt að fylgjast með hinni stórstígu byltingu. 26. ágúst
samþykkti hún yfirlýsinguna um hin náttúrlegu mann-
réttindi og bókfesti frelsis- og jafnréttishugmyndir
franskrar heimspeki í þessu orðfagra skjali. í sama
mánuði samþykkti þjóðsamkoman lög, er gerði öllum
liðsforingjum skylt að sverja þess eið, að leiða aldrei
herinn gegn þjóðinni. Þetta var í raun réttri gert til
verndar þjóðsamkomunni gegn konungsvaldinu, enda
var þess full þörf.
Enda þótt Loðvík XVI. væri bæði rænulaus og ráð-
laus, var honum full-ljóst af viðburðum ágústmánað-
ar, hvert byltingin stefndi. í september freistaði hann
á nýjan leik til gagnbyltingar. En áður en hinn sein-