Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 61
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 55 láti konungur hafði nokkuð getað að gert, lagði Par- ísarborg enn á ný sitt þunga lóð á vogarskálina og rétti við hlut byltingarinnar. París var allt þetta sumar sjóðandi nornaketill. Sult- ur múgsins og pólitiskar ástríður juku eldana í hinni gömlu höfuðborg Frakklands. Hún var ennþá konung- holl, og almúginn trúði enn sem fyrr á liinn smurða kynstofn Cabets. En konungurinn sat í Versölum undir áhrifum illra ráðgjafa og vissi ekki um þrautir fólks- ins. Hann myndi án efa lina þjáningar þess, ef hann væri nærstaddur þjóð sinni. Þannig hugsaði múgurinn i París. Og 6. október 1789 fór þessi langsoltna, kon- ungliolla alþýða til Versala og sótti konung sinn, lconu hans og börn. Nú skyldi hann dvelja meðal síns lýðs i þeirri borg, er franskir einvaldskonungar liöfðu flúið fyrir sakir erils hennar og eirðarleysis. 10. okt. flutti þjóðsamkoman til Parisar. Æðstu stjórnarvöld Frakk- lands voru komin undir handarjaðar Parísarborgar. Hún var alla stund siðan hið árvakra og alsjáandi auga byltingarinnar. Þegar þjóðsamkoman hafði flutt búferlum til París- ar, hófst liið mikla og merkilega löggjafarstarf hennar, er gjörbreytti Frakklandi í stjórnarfarslegum og póli- tískum efnum. Ilún gat nú ekki lengur látið sér nægja háværar yfirlýsingar almennra sanninda og réttinda. Pólitískar og atvinnulegar þarfir hversdagsleikans knúðu á dyrnar og færðu fulltrúunum heim sanninn um það, að „grá er kenning hver, en grænn er aðeins lífsins gullni meiður“. Löggjafarstarfsemi þjóðsamkomunnar fór fram í 40 nefndum, er leituðu ráða og umsagnar iðjuhölda og kaupmanna í verzlunar- og liafnarbæjum Frakklands. Atvinnnlöggjöf byltingarinnar er því runnin undan rifj- um hinnar vinnandi horgarastéttar og ber á sér mark hagfræðikenningar hennar og atvinnulegra þarfa. Nú voru öll höft leyst, er atvinnulifið hafði orðið að bera

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.