Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 64
58 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR komunnar, að hvoi'ki rök né orðsnilld fékk þokað þeim til óbundins lýðræðis. Öðru máli gegndi um þjóðina sjálfa. Þar óx lýðræðishreyfingin liröðum skrefum með degi hverjum. Parisarborg var aflgjafi þessarar hreyf- ingar. í maímánuði 1790 hafði bæj armálefnum liins franska liöfuðstaðar verið skipað i fast horf. Borginni var skipt í 48 deildir. 1 deildum þessum voru frumkjósendur horgarinnar, og deildasamkundurnar urðu pólitísk sam- tök kjósendanna. En að dyrahaki knúðu á liinir óvirku og réttlausu íhúar útborganna. Hið pólitiska foringja- lið þessara vígreifu smáborgara Parísar-deildanna, var Jakóbínaklúhburinn. Ivlúbbar byltingarinnar voru póli- tiskir flokkar, er mynduðust áður en greinileg flokka- skipting varð í sjálfri þjóðsamkomunni. Frægastur þeirra allra varð Jakóbínaklúbburinn, er hyrjaði skeið silt sem félagsskapur frjálslyndra konungssinna, en endaði sem lýðveldisflokkur hinnar róttæku frönsku smáborgarastéttar. Jakóhínaklúbburinn hafði deildir víðsvegar um Frakkland. Þessi byltingarsinnuðu „alþýðufélög“ og klúbbar héldu vörð um byltinguna um land allt og stóðu í stöðugu sambandi við höfuðstöðvarnar í París. Deild- ir Parísar tóku einnig upp bréfaviðskipti við borgir landsins, vopnaðar sveitir „föðurlandsvina“ komu til Parísar og sórust í fóstbræðralag við Parísarbúa. Þessi sambönd og tíðindaburður sameinaði öfl byltingarinn- ar í þjóðlega heild og kveikti þann ættjarðar-eldmóð, sem einkennir orð og athafnir hinnar frönsku bylt- ingar. Meðal almúga Parísar og annarra borga Fralcklands verður þess vart, þegar síðari liluta ársins 1790, að bin gamla alþýðlega konunghollusta er í rénun. í ársbvrj- un er Robespierre, sem var allra manna næmastur á liræringar lýðsins, orðinn formælandi lýðveldisins. Or- sölc þessara pólitísku straumlivarfa var kvittur sá, er

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.