Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Page 66
60
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
innan hinnar áferðarfallegu stjórnarskrár borgara-
stéttarinnar.
V.
Löggjafarþing Frakklands kom saman 2. október 1791.
Meðlimir þingsins höfðu flestir fengið pólitíska þjálf-
un í bæja- og umdæmastjórnum landsins. Flestir þing-
mannanna voru af hinni frjálslyndu millistétt, ennfrem-
ur höfðu nokkrir aðalsmenn slæðzt með. Yfirgnæfandi
meiri liluti þingsins var fylgjandi hinni ríkjandi stjórn-
arskrá, vinstri minnihlutinn voru Girondistar og örfáir
lýðveldissinnar.
Eitt af fyrstu verkum liins nýja þings var að setja
á stofn eftirlitsnefnd (21. nóv. 1791), er hafa skyldi
umsjá með framkvæmdarvaldinu, ráðuneyti konungs.
9. marz 1792 skipar þingið 12 manna ráð i sama tilgangi.
Þessi íhlutun þingsins á sviði framkvæmdarvaldsins
var orðin knýjandi nauðsyn, vegna þess, að bæði aðall
og lderkar voru sem óðast að sameinast til gagnbylt-
ingar og nutu þar verndar og fulltingis konungs. Kon-
ungur beitti neitunarvaldi sínu gegn þeim lögum, er
samþykkt liöfðu verið gegn aðli og kirkju. Hann var
nú orðinn úrkula vonar um að geta ráðið niðurlögum
hyltingarinnar af eigin rammleik. Hjálpar var aðeins
að vænta utanlands frá. 1 bréfi til Prússakonungs komst
Loðvík XVI. svo að orði, að uppreisnarmönnum yrði
ekki haldið í skefjum og úthreiðsla byltingarinnar í
Evrópu yrði ekki heft, nema því aðeins, að stórvelda-
þing kæmi saman, er hefði vopnað vald að baki sér.
Byltingin franska liafði til þessa farið ferða sinna
óáreitt af erlendum ríkjum. En hrátt varð hún að horf-
ast í augu við útland, sem í andlegum og félagslegum
efnum var samborið systkin liins franska gamla stjórnar-
fars. Konungur Frakklands og landflótta klerkar og að-
alsmenn reru að þvi öllum árum, að æsa Evrópu upp á
móti Frakklandi og hræða liina hleypidómafullu ein-