Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Qupperneq 70
64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
París 20.000 vopnaða sjálfboðaliða til landamæranna,
til varnar föðurlandi og byltingu. 20. sept. var óvina-
herinn stöðvaður við Valmjr, í fyrsta skipti hafði bylt-
ingarherinn getað boðið berum hinnar gömlu Evrópu
byrginn.
Daginn eftir orustuna við Valmy settist hið nýja þing
Frakklands, konventan, á rökstóla. Konventan varð
lengsta og merkilegasta löggjafarsamkoma byltingar-
innar. Undir stjórn konventunnar náði byltingin liæstu
risi, en þar tók hún einnig að fjara út. Konventunni
var upprunalega ætlað það hlutverk eitt, að gefa land-
inu nýja stjórnarskrá, er væri í samræmi við pólitísk-
ar þarfir liins unga lýðveldis. En aðstæðurnar bundu
lienni það verkefni á herðar, að bjarga Frakklandi og
byltingunni úr hinum mesta liáska innlendra og er-
lendra óvina.
Flokkaskipting konventunnar var hrein eftirmynd
þeirrar skiptingar, sem orðin var í hinu franska þjóð-
félagi. Enginn konungssinni hafði komizt inn á þetta
þing, er kosið liafði verið almennum kosningarrétti.
Konventan var lýðveldissinnuð og eitt hið fyrsta verk
hennar var að lýsa Frakkland eitt og óskipt lýðveldi.
Hægri menn konventunnar voru Girondínar, er mest
áttu ítökin utan Parísar, meðal hinna borgaralegu um-
dæmisstjórna. Vinstri flokkurinn var kallaður Fjaltið,
og fjallbúar þessir voru Jakobínarnir, er áttu liöfuð-
styrk sinn í Paris og umdæmi hennar. Á milli þessara
flokka lá Fenið, sem veltist milli Gírondína og Fjall-
búa, eftir því sem vindurinn blés.
Viðburðir septembermánaðar höfðu klofið Jakóbína-
klúbbinn. Gírondínar gengu úr klúbbnum, en eftir urðu
fylgismenn Robespierres og Dantons, og Jakóbínar
hreiðruðu nú um sig í bæjarráði Parísar, þar sem þeir
réðu lögum og lofum. Átök Jakóbína og Gírondína, höf-
uðborgarinnar og upplandsins, færðust nú inn á svið
konventunnar. Mótsetningarnar voru þó yfirstíganlegar,